Neytendur

Blár Opal seldist á fimm­tán þúsund

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Pakkar af Bláa Opalnum sáluga hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir, eftir að framleiðslu hans var hætt árið 2005.
Pakkar af Bláa Opalnum sáluga hafa gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir, eftir að framleiðslu hans var hætt árið 2005. Vísir/Ernir

Í gær varð uppi fótur og fit á Feisbúkksíðunni Braskogbrall.is, þegar auglýstur var til sölu pakki af Bláum Opal frá árinu 2002. Auglýst verð var fimmtán þúsund krónur.

Síðdegis í gær birti Vilborg Hólmjárn þrjár myndir af óinnsigluðum pakka af bláum ópal og auglýsti til sölu. Þegar þetta er skrifað stendur að pakkinn sé seldur á fimmtán þúsund krónur, en níutíu manns hafa brugðist við færslunni og 69 manns skrifað við hana athugasemd.

Búið var að opna pakkannVilborg/Braskogbrall.is
Sælgætið rann út í ágúst 2002Vilborg/Braskogbrall.is

Athugasemdirnar lýsa því sumar yfir að fólk sé leitt yfir því að pakkinn sé seldur, og þau hefðu jafnvel verið til í að borga mun meira en ásett verð. „Ah dem. Hefði boðið 30 þús minnst. Svekkjandi að hann er seldur,“ sagði Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson.

Brýn þörf við dagleg störfVilborg/Braskogbrall.is

Blár Opal naut mikilla vinsælda á Íslandi árum áður, en var tekinn af markaði árið 2005 eftir að framleiðslu helsta bragðefnis Opalsins var hætt. 

Ekki náðist í Vilborgu Hólmjárn við vinnslu fréttarinnar.

Skjáskot

Tengdar fréttir

Lykilbragðefni Bláa Opalsins finnst ekki

Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×