Innlent

Kynntu á annað hundrað að­gerðir í loftslagsmálum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra. Vísir/Bjarni

Hundrað og fimmtíu aðgerðir voru kynntar í nýrri áætlun í loftslagsmálum í dag. Hún felur í sér grundvallarbreytingu í nálgun stjórnvalda hvað varðar samtal við atvinnulíf og sveitarfélög um loftslagsmál. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu uppfærða útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í dag. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 92 loftslagsaðgerðum og 58 loftslagstengdum verkefnum.

„Þetta eru 150 atriði, þau miða aðþví að minnka losun og það sem er öðruvísi viðþessa áætlun miðað við allar aðrar er aðþað er búið að vinna þétt meðþeim sem þurfa að framkvæma þetta og það er atvinnulífið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra.

Aukið samráð eigi ekki aðeins við um atvinnulífið. „Það eru allir sem geta komið aðþessu. Það er komin heimasíða, co2.is og allir geta komið með athugasemdir,“ segir Guðlaugur, en aðgerðirnar verða til umsagnar í samráðsgátt í tvo mánuði. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra leggur einkum áherslu á samráð við bændastéttina hvað lítur að aðgerðunum í hennar málaflokki. „Við erum auðvitað búin að vera meðþetta verkefni, loftslagsvænn landbúnaður sem hefur bara lukkast mjög vel, þannig að við höfum góðan grunn að byggja á,“ segir Bjarkey.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherraVísir/Bjarni

Þær aðgerðir sem búið er að meta bendi til þess aðÍsland geti náð 35-45 prósenta samdrætti í samfélagslosun fram til ársins 2030. „Ég vek sérstaklega athygli áþví hvað viðÍslendindingar höfum náð að draga mikiðúr losun mælt á hvern einstakling á umliðnum árum, síðustu tuttugu árum, það er mjög athyglisvert,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar ekki fela í sér frekari hækkanir á sköttum og gjöldum umfram það sem þegar hafi verið gert ráð fyrir. „Ekkert þegar kemur aðþeim málum öðruvísi en það sem er í fjármálaáætlun, en síðan er líka þarna inni ívilnanir, til dæmis fyrir grænar fjárfestingar og svo þekkjum við auðvitaðívilnanir fyrir orkuskipti í bílum og ýmislegt slíkt,“ segir Guðlaugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×