Vetur að vori - stuðningur eftir óveður Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2024 16:31 Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Til að bregðast við afleiðingum kuldatíðarinnar hef ég sett á laggirnar vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjónsins til lengri tíma og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við bændur vegna þess. Hópurinn fundar þétt og heldur vel utan um stöðu mála. Nú þegar er ljóst að búfénaður hefur drepist, lömb gengið undan, borið hefur á veikindum eins og júgurbólgu, kal er á túnum og slætti mun seinka. Þá hefur ræktarland undir garðyrkju einnig hlotið skaða af veðurofsanum og æðarvarp víða ónýtt. Önnur áhrif kuldakastsins koma ekki fyllilega í ljós fyrr en seinna. Í sláturtíð haustsins er viðbúið að færri lömb skili sér í hús, fallþungi verði lægri og uppskerubrestur verði í grænmetisrækt. Þessi atriði hafa auðvitað áhrif á afkomu bænda. Á haustmánuðum skýrist myndin hvað þessa þætti varðar og unnt verður að leggja mat á langtímaáhrif veðursins. Hér eftir sem hingað til munum við standa við bakið á bændum. Myndin hefur verið að skýrast vegna kaltjóns á ræktarlöndum og hefur Bjargráðasjóður samþykkt verklag vegna afgreiðslu styrkumsókna vegna slíkra tjóna. Ég hvet bændur til að kynna sér það verklag vel, en skrá þarf tjón á Bændatorginu. Bjargráðasjóður mun koma til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey á þessu ári af völdum uppskerubrests vegna kaltjóna. Það verður gert með sama hætti og í sambærilegum tjónum 2013 og 2020. Fyrir liggur, samkvæmt minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, að farið verður fram á aukafjárveitingu til sjóðsins til að mæta tjóninu þegar það verður að fullu ljóst. Þá er verið að leita leiða til að skrá annað tjón vegna veðursins með sem einföldustum hætti og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar en ég hvet bændur til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins. Saman munum við hjálpast að við að vinna vel úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar áföll sem þessi hafa dunið yfir situr fólk eftir í óvissunni. Ég tel mikilvægt að við göngum skörulega fram í þessum efnum og eyðum henni. Ég hvet bændur til þess að hlúa að sér og kynna sér verkefni á borð við bændageð sem Bændasamtök Íslands standa fyrir. Það er í forgrunni að ná utan um ástandið og ég stend heilshugar með bændum og mun fylgjast vel þróun mála. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Stjórnsýsla Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Til að bregðast við afleiðingum kuldatíðarinnar hef ég sett á laggirnar vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjónsins til lengri tíma og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við bændur vegna þess. Hópurinn fundar þétt og heldur vel utan um stöðu mála. Nú þegar er ljóst að búfénaður hefur drepist, lömb gengið undan, borið hefur á veikindum eins og júgurbólgu, kal er á túnum og slætti mun seinka. Þá hefur ræktarland undir garðyrkju einnig hlotið skaða af veðurofsanum og æðarvarp víða ónýtt. Önnur áhrif kuldakastsins koma ekki fyllilega í ljós fyrr en seinna. Í sláturtíð haustsins er viðbúið að færri lömb skili sér í hús, fallþungi verði lægri og uppskerubrestur verði í grænmetisrækt. Þessi atriði hafa auðvitað áhrif á afkomu bænda. Á haustmánuðum skýrist myndin hvað þessa þætti varðar og unnt verður að leggja mat á langtímaáhrif veðursins. Hér eftir sem hingað til munum við standa við bakið á bændum. Myndin hefur verið að skýrast vegna kaltjóns á ræktarlöndum og hefur Bjargráðasjóður samþykkt verklag vegna afgreiðslu styrkumsókna vegna slíkra tjóna. Ég hvet bændur til að kynna sér það verklag vel, en skrá þarf tjón á Bændatorginu. Bjargráðasjóður mun koma til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey á þessu ári af völdum uppskerubrests vegna kaltjóna. Það verður gert með sama hætti og í sambærilegum tjónum 2013 og 2020. Fyrir liggur, samkvæmt minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, að farið verður fram á aukafjárveitingu til sjóðsins til að mæta tjóninu þegar það verður að fullu ljóst. Þá er verið að leita leiða til að skrá annað tjón vegna veðursins með sem einföldustum hætti og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar en ég hvet bændur til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins. Saman munum við hjálpast að við að vinna vel úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar áföll sem þessi hafa dunið yfir situr fólk eftir í óvissunni. Ég tel mikilvægt að við göngum skörulega fram í þessum efnum og eyðum henni. Ég hvet bændur til þess að hlúa að sér og kynna sér verkefni á borð við bændageð sem Bændasamtök Íslands standa fyrir. Það er í forgrunni að ná utan um ástandið og ég stend heilshugar með bændum og mun fylgjast vel þróun mála. Höfundur er matvælaráðherra.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun