Íslenski boltinn

Hundraðasta mark Söndru Maríu kom í Garða­bænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sandra María Jessen hefur byrjað Íslandsmótið af miklum krafti.
Sandra María Jessen hefur byrjað Íslandsmótið af miklum krafti. vísir/Hulda Margrét

Sandra María Jessen hefur skorað 101 mark fyrir Þór/KA. Hún skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Þórs/KA á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sjá má mörkin, sem og hin mörk dagsins, hér að neðan.

Tveir leikir fóru fram í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH vann nauman 1-0 sigur á Keflavík í Kaplakrika. Gestirnir vildu bæði fá vítaspyrnu sem og þeir skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Mark Breukelen Woodard í fyrri hálfleik dugði hins vegar til að tryggja öll þrjú stigin.

Í Garðabæ var fjörið öllu meira. Þar komst Stjarnan yfir snemma leiks þökk sé marki Hrefnu Jónsdóttur. Sandra María Jessen jafnaði hins vegar metin með 100. marki sínu fyrir Þór/KA og staðan 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik skoraði Þór/KA þrjú mörk og vann 4-1 útisigur. Þar af skoraði Sandra María eitt og er komin upp í 101 mark fyrir Þór/KA. Ótrúlegur árangur það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×