Íslenski boltinn

Lætur í sér heyra vegna um­fjöllunar um Bestu deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pétur Pétursson á hliðarlínunni í sumar.
Pétur Pétursson á hliðarlínunni í sumar. Vísir/HAG

Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sinni vegna stöðu mála á leik Vals og Fylkis og nokkurra annarra leikja í deildinni.

Valur lagði Fylki 4-1 í Bestu deild kvenna um liðna helgi en vegna manneklu var enginn starfsmaður Vísis á leiknum. Það þýddi að engin viðtöl voru tekin fyrir eða eftir leik fyrir Stöð 2 Sport þar sem starfsmaður Vísis sér oftast nær um það.

Segir Pétur að þetta einskorðist við Bestu deild kvenna en betur sé haldið á spilunum þegar kemur að Bestu deild karla.

Pétur tekur þó sérstaklega fram að þetta eigi ekki við um Bestu mörkin, uppgjörsþátt Stöðvar 2 Sport um Bestu deild kvenna. Pistil Péturs má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×