„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. júní 2024 21:47 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Sigurjón Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Þær uppsagnir segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að tengist ekki uppsögnum fyrir helgi. „Það er mikil árstíðarsveifla í okkar rekstri og í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur eiginlega aukist eftir Covid. Við þurfum því færri flugmenn á veturna heldur en sumri. Þessar uppsagnir taka gildi frá og með október og við vonumst til þess að þessir flugmenn komi aftur til okkar í vor,“ segir Bogi sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að grípa til uppsagna en það er engu að síður staðan núna,“ bætir Bogi við. Hann segir frekari uppsagnir ekki í kortunum. „Útlitið til lengri tíma er mjög gott. Við erum að sjá minni eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi núna heldur en við sáum í fyrra, og við reiknuðum með. Það eru nokkrir þættir sem spila þar inn í. Atburðirnir á Reykjanesi, Ísland er orðið dýrt í samanburði við samkeppnislöndin og síðan eru stjórnvöld hér að setja minni fjármuni í markaðssetningu á landinu.“ Markaðskerfið sé hins vegar svegjanlegt, með tengimörkuðum yfir hafið. „Þess vegna erum við með viðamikla áætlun núna og svo verður í vetur líka. Þannig til lengri tíma er útlitið mjög gott fyrir Icelandair og Ísland sem ferðamannaland. Fjárhagsstaða félagsins gríðarlega sterk þannig við erum bara mjög brött á framtíðina.“ Bogi viðurkennir að minni eftirspurn hafi haft áhrif á reksturinn. „En við getum nýtt sveigjanleika í leiðarkerfinu með því að breyta áherslum og það hefur bara gengið vel. En eftirspurnin hefur aðeins gefið eftir og við þurfum að bregðast við því í sameiningu,“ segir Bogi. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Þær uppsagnir segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að tengist ekki uppsögnum fyrir helgi. „Það er mikil árstíðarsveifla í okkar rekstri og í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur eiginlega aukist eftir Covid. Við þurfum því færri flugmenn á veturna heldur en sumri. Þessar uppsagnir taka gildi frá og með október og við vonumst til þess að þessir flugmenn komi aftur til okkar í vor,“ segir Bogi sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að grípa til uppsagna en það er engu að síður staðan núna,“ bætir Bogi við. Hann segir frekari uppsagnir ekki í kortunum. „Útlitið til lengri tíma er mjög gott. Við erum að sjá minni eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi núna heldur en við sáum í fyrra, og við reiknuðum með. Það eru nokkrir þættir sem spila þar inn í. Atburðirnir á Reykjanesi, Ísland er orðið dýrt í samanburði við samkeppnislöndin og síðan eru stjórnvöld hér að setja minni fjármuni í markaðssetningu á landinu.“ Markaðskerfið sé hins vegar svegjanlegt, með tengimörkuðum yfir hafið. „Þess vegna erum við með viðamikla áætlun núna og svo verður í vetur líka. Þannig til lengri tíma er útlitið mjög gott fyrir Icelandair og Ísland sem ferðamannaland. Fjárhagsstaða félagsins gríðarlega sterk þannig við erum bara mjög brött á framtíðina.“ Bogi viðurkennir að minni eftirspurn hafi haft áhrif á reksturinn. „En við getum nýtt sveigjanleika í leiðarkerfinu með því að breyta áherslum og það hefur bara gengið vel. En eftirspurnin hefur aðeins gefið eftir og við þurfum að bregðast við því í sameiningu,“ segir Bogi.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21