Fast skotið á blaðamannafundi Vals og Víkings: „Ég elska að skora á móti Val“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 11:31 Nicolaj Hansen hefur verið iðinn við markaskorun eftir að hann gekk í raðir Víkings frá Val. Vísir/Bára Valur tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings í gríðarlega mikilvægum leik í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Nicolaj Hansen, fyrrverandi leikmaður Vals, segist elska að skora á móti sínu gamla félagi. Með sigri geta Víkingar náð sér í sex stiga forskot á toppi deildarinnar, en Valsmenn geta hins vegar hleypt toppbaráttunni upp í háaloft með sigri. Eins og staðan er núna er Víkingur með 25 stig á toppi deildarinnar, en Valur með 21 stig í þriðja sæti. Eins og við var að búast er mikil spenna fyrir leik kvöldsins og miðar á N1-völlinn rjúka út. Ljóst er að færri munu komast að en vilja, en þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar lausir og nánast er uppselt í VIP-stúku Valsmanna. Valur og Víkingur áttust við í Meistarakeppni KSÍ í vor. Hér eigast Gylfi Þór Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson við í þeim leik, en sá síðarnefndi var rekinn af velli með rautt spjald seinna í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Vilja feta í fótspor Vals Valsmenn hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung á þessu tímabili að halda blaðamannafundi í kringum leiki liðsins. Félagið hélt slíkan fund síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn og þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum. Arnar Grétarsson þjálfari og Aron Jóhannsson leikmaður mættu fyrir hönd Vals og þeir Arnar Gunnlaugsson þjálfari og Aron Elís Þrándarson leikmaður mættu fyrir hönd Víkinga. Arnar Grétarsson, Aron Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson og Aron Elís Þrándarson sátu fyrir svörum.Skjáskot Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú staðreynd að Valur getur boðið leikmönnum sínum upp á það sem mætti kalla meira atvinnumannaumhverfi en önnur lið á Íslandi. Þar má til dæmis nefna að liðið æfir oft á morgnana, en Arnar Gunnlaugsson var spurður út í það hvað þyrfti að gerast til að Víkingur gæti boðið sínum leikmönnum upp á slíkt. „Ég held að á hverju ári þurfum við alltaf að ná meiri og meiri árangri. Núna er takmarkið að reyna að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu og þá meina ég að komast í riðlakeppni,“ sagði Arnar. „Við það koma peningar inn í félagið og þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er bara „sad but true“ að peningar ráða aðeins för um hvað framhaldið verður hjá okkur og það er þá undir okkur komið að standa okkur á vellinum til að fjármagnið komi inn í félagið til að taka næsta skref.“ Elskar að skora gegn sínu gamla félagi Þjálfararnir Arnar og Arnar og leikmennirnir Aron og Aron voru þó ekki þeir einu sem mættu á fundinn. Meðal annarra gesta var Nicolaj Hansen, framherji Víkings, en hann lék áður með Valsliðinu. Með Valsmönnum skoraði hann 11 mörk í 27 leikjum, en hann hefur nú skorað 74 mörk í 194 leikjum fyrir Víking. „Ég elska bara að skora mörk. Ég elska að skora á móti Val,“ sagði Hansen þegar hann var spurður út í það hvort það væri persónulegt þegar hann skorar á móti sínu gamla félagi. Hann skoraði þó einnig mörk fyrir Val gegn Víkingum á sínum tíma. „Það voru þarna góðir bikarleikir þar sem ég skoraði tvö mörk og við komumst áfram með Val,“ bætti framherjinn við, en hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Sy6GpGMDELk">watch on YouTube</a> Stórleikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leik og að leik loknum verða Ísey Tilþrifin á sínum stað þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Með sigri geta Víkingar náð sér í sex stiga forskot á toppi deildarinnar, en Valsmenn geta hins vegar hleypt toppbaráttunni upp í háaloft með sigri. Eins og staðan er núna er Víkingur með 25 stig á toppi deildarinnar, en Valur með 21 stig í þriðja sæti. Eins og við var að búast er mikil spenna fyrir leik kvöldsins og miðar á N1-völlinn rjúka út. Ljóst er að færri munu komast að en vilja, en þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar lausir og nánast er uppselt í VIP-stúku Valsmanna. Valur og Víkingur áttust við í Meistarakeppni KSÍ í vor. Hér eigast Gylfi Þór Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson við í þeim leik, en sá síðarnefndi var rekinn af velli með rautt spjald seinna í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Vilja feta í fótspor Vals Valsmenn hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung á þessu tímabili að halda blaðamannafundi í kringum leiki liðsins. Félagið hélt slíkan fund síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn og þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum. Arnar Grétarsson þjálfari og Aron Jóhannsson leikmaður mættu fyrir hönd Vals og þeir Arnar Gunnlaugsson þjálfari og Aron Elís Þrándarson leikmaður mættu fyrir hönd Víkinga. Arnar Grétarsson, Aron Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson og Aron Elís Þrándarson sátu fyrir svörum.Skjáskot Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú staðreynd að Valur getur boðið leikmönnum sínum upp á það sem mætti kalla meira atvinnumannaumhverfi en önnur lið á Íslandi. Þar má til dæmis nefna að liðið æfir oft á morgnana, en Arnar Gunnlaugsson var spurður út í það hvað þyrfti að gerast til að Víkingur gæti boðið sínum leikmönnum upp á slíkt. „Ég held að á hverju ári þurfum við alltaf að ná meiri og meiri árangri. Núna er takmarkið að reyna að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu og þá meina ég að komast í riðlakeppni,“ sagði Arnar. „Við það koma peningar inn í félagið og þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er bara „sad but true“ að peningar ráða aðeins för um hvað framhaldið verður hjá okkur og það er þá undir okkur komið að standa okkur á vellinum til að fjármagnið komi inn í félagið til að taka næsta skref.“ Elskar að skora gegn sínu gamla félagi Þjálfararnir Arnar og Arnar og leikmennirnir Aron og Aron voru þó ekki þeir einu sem mættu á fundinn. Meðal annarra gesta var Nicolaj Hansen, framherji Víkings, en hann lék áður með Valsliðinu. Með Valsmönnum skoraði hann 11 mörk í 27 leikjum, en hann hefur nú skorað 74 mörk í 194 leikjum fyrir Víking. „Ég elska bara að skora mörk. Ég elska að skora á móti Val,“ sagði Hansen þegar hann var spurður út í það hvort það væri persónulegt þegar hann skorar á móti sínu gamla félagi. Hann skoraði þó einnig mörk fyrir Val gegn Víkingum á sínum tíma. „Það voru þarna góðir bikarleikir þar sem ég skoraði tvö mörk og við komumst áfram með Val,“ bætti framherjinn við, en hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Sy6GpGMDELk">watch on YouTube</a> Stórleikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leik og að leik loknum verða Ísey Tilþrifin á sínum stað þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira