Gagnrýnir viðbúnað lögreglu og takmarkað aðgengi almennings að Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:07 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata er afar ósáttur við löggæslu gærdagsins. Vísir/Vilhelm/Viktor Þingmaður Pírata gagnrýnir mikinn viðbúnað lögreglu við hátíðarhöld á Austurvelli í gær. Ekki sé góður bragur á að fagna þjóðhátíð með grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar. Þá fer hann fram á að forseti Alþingis banni lífverði forsætisráðherra á Alþingi. Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira