Gagnrýnir viðbúnað lögreglu og takmarkað aðgengi almennings að Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:07 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata er afar ósáttur við löggæslu gærdagsins. Vísir/Vilhelm/Viktor Þingmaður Pírata gagnrýnir mikinn viðbúnað lögreglu við hátíðarhöld á Austurvelli í gær. Ekki sé góður bragur á að fagna þjóðhátíð með grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar. Þá fer hann fram á að forseti Alþingis banni lífverði forsætisráðherra á Alþingi. Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjá meira
Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjá meira