Hefur fólk á Íslandi efni á barneignum? María Rut Kristinsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:00 Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum. Brýning mín til þingheims fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og nú þegar hafa yfir 120 þúsund einstaklingar horft á hana á Instagram. Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra. Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér. Hvert fer tími þingmanna? Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan. Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn? Kvíðavaldur í manngerðu kerfi Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Okkar litla og samheldna samfélag hlýtur að geta gert betur. Ég trúi því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Því þetta er málefni sem varðar okkur öll. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börnin okkar í forgang. Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum. Brýning mín til þingheims fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og nú þegar hafa yfir 120 þúsund einstaklingar horft á hana á Instagram. Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra. Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér. Hvert fer tími þingmanna? Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan. Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn? Kvíðavaldur í manngerðu kerfi Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Okkar litla og samheldna samfélag hlýtur að geta gert betur. Ég trúi því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Því þetta er málefni sem varðar okkur öll. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börnin okkar í forgang. Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun