Biðmál í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Jafnréttismál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar