Ómar Ingi: Snýst um að sækja þessa tilfinningu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júní 2024 22:00 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Diego HK vann endurkomusigur gegn Fram á Lambhagavellinum í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Lokatölur 1-2 þar sem Framarar leiddu í hálfleik. Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Framarar voru töluvert betri en HK í fyrri hálfleik og fóru verðskuldað með forystuna inn í hálfleikinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vissi sem var að hans menn myndu ekki bjóða upp á sömu spilamennsku í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög passífur, hann var samt allt í lagi varnarlega, fáum á okkur engin dauðafæri en fáum á okkur mark. Það leit þó ekkert út fyrir að við myndum spila eins í seinni eins og við spiluðum í fyrri.“ Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, sagði í viðtali að hann og liðsfélagar sínir hafi fengið að heyra það í hálfleik. Ómar Ingi tók undir það þó það hafi ekki verið hátt að hans mati. „Þeir fengu ekki að heyra það hátt, ég er ekki vanur því, en þeir voru bara vinsamlegast beðnir um það að stíga út úr skelinni og koma með eitthvað óvænt og bara fara á þetta. Við höfðum engu að tapa eins og staðan var og allt að vinna. Þeir voru bara beðnir um það að brjótast aðeins út úr því sem við vorum búnir að gera, finna lausnir sjálfir, þora að keyra á þetta, stíga upp, spila hærra og taka dálítið stjórn á leiknum. Fullt hrós á þá hvernig þeir brugðust við og tóku stjórn, á sérstaklega fyrri hluta seinni hálfleiksins. Þetta var smá ströggl undir lokin, auðvitað mikið af hornum og löngum boltum inn fyrir eftir að við komumst yfir.“ Á 51. mínútu leiksins snéri Atli Hrafn Jónasson, framherji HK, aftur inn á völlinn eftir rúm mánaðarlöng meiðsli, en hann átti eftir að breyta leiknum. Ómar Ingi var sammála því, aðspurður hvort það hafi verið einnig hans tilfinning. „Já, hann gerði það. Hann heldur áfram að skila framlagi tengdum mörkum, hann leggur upp markið hjá Þorsteini, og bara gott að vera búnir að fá hann til baka. Það hentaði líka honum töluvert betur að spila seinni hálfleikinn heldur en fyrri. Boltinn var að drepast í loftinu og meiri möguleika á að lyfta honum í átt að honum. Hann gerði bara ótrúlega vel og vonandi er hann að verða full fær um að spila 90 mínútur sem fyrst.“ Aðspurður hvernig púlsinn hafi verið á lokamínútunum þegar Framarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það fór um mann. Hornspyrnur hjá Fred eru bara eitthvað sem maður sér ekkert í deildinni. Það er bara sentímetra spursmál hvort hann sé að fara í markið hvert einasta skipti sem hann tekur horn, sérstaklega með vindinum. Við þurftum að verjast í lokinni í uppbótatíma og þeir gerðu það vel og sáu til þess að við færum með þrjú stig héðan.“ HK hafði ekki náð í stig síðan 12. maí fyrir leikinn í kvöld, en hvað gefur sigur sem þessi liðinu? „Þetta gefur okkur þessa gleðitilfinningu og ánægju sem var inn í klefa. Það er stutt í næsta leik, þannig að þetta ætti að vera í fersku minni. Þetta snýst um að sækja þessa tilfinningu að vinna leiki, það er ástæðan af hverju við erum í þessu. Það er ekkert skemmtilegra sama hvernig við gerum það, sama þótt við höfum legið í vörn í fyrri hálfleik, við náðum að vinna. Það verður ekkert spurt að því á morgun, þá vakna menn bara með bros á vör og byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira