Fótbolti

Ingvar Jóns­son: Að mínu mati ekki vítaspyrna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Valur - Víkingur Besta Deild karla sumar 2024
Valur - Víkingur Besta Deild karla sumar 2024

Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var dæmdur brotlegur þegar Valur fékk vítaspyrnu í 2-2 jafntefli liðanna í toppslag Bestu deildar karla í fótbolta á Hlíðarenda í kvöld. Ingvar var á því að ekki hafi verið um vítaspyrnu að ræða. 

„Mér fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Jón Guðni tekur snertinguna á boltann og er með boltann. Ég get ekki látið mig hverfa. Guðmundur Andri fer í mig og fer niður og er mögulega bara klókur. Að mínu mati er þetta hins vegar aldrei víti,“ sagði Ingvar í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. 

„Ef út í það er farið þá fannst mér bæði vítin sem þeir fengu frekar soft en ég á eftir að sjá þetta betur aftur í sjónvarpinu. Það þýðir ekki að pæla í því núna hins vegar,“ sagði Ingvar enn fremur um vítaspurnudómana. 

„Þetta var bar flottur leikur tveggja góðra liða og örugglega skemmtilegur á að horfa. Við féllum kannski aðeins of langt niður eftir að hafa komist yfir. Við vorum ekki langt frá því að ná í öll stigin sem við ætluðum okkur klárlega að sækja,“ sagði markvörðurinn um leikinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×