Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2024 23:40 Skýringarmyndin sýnir lón ofan Hamarsdals sem myndi fylgja 60 megavatta Hamarsvirkjun. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggst gegn þessum virkjunarkosti og vill setja svæðið í verndarflokk. Orkustofnun Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 var brugðið upp kortum sem sýna hvar þessar virkjanir eru fyrirhugaðar. Alþingi er þegar búið að samþykkja fjórar vatnsaflvirkjanir inn í nýtingarflokk í rammaáætlun. Ekki hefur orðið vart deilna um tvær þeirra; Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Djúpi og virkjun í veituleið Blönduvirkjunar. Þeim mun meiri átök hafa verið um Hvammsvirkjun í Þjórsá og Hvalárvirkjun á Ströndum. Þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir er Alþingi þegar búið að samþykkja inn í nýtingarflokk.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það vill svo til að þessa dagana er eitt ár liðið frá því virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt út gildi. Núna er Landsvirkjun byrjuð að bjóða út undirbúningsframkvæmdir í trausti þess að öll leyfi verði fengin í haust. Hvalárvirkjun virðist einnig komin á hreyfingu en í síðustu viku var greint frá því að HS Orka og Landsnet hefðu undirritað samning um tengingu Hvalárvirkjunar við orkuflutningskerfið sem miðar við að framkvæmdir geti hafiist eftir tvö ár. Þessa tillögu lagði verkefnisstjórn rammaáætlunar inn á borð umhverfis- og orkumálaráðherra að lokinni kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Stórt skref vaf stigið fyrir tveimur mánuðum þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði inn tillögu til ráðherra umhverfis- og orkumála um flokkun fimm vatnsaflvirkjana. Hún gefur grænt ljós á að þrjár þeirra fari í nýtingarflokk; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Skrokkölduvirkjun, allt stórvirkjanir, en vill setja tvær þeirra í verndarflokk; Héraðsvötn og Kjalölduveitu. Nýjasta tillaga verkefnisstjórnar um flokkun vatnsaflsvirkjana er núna í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Og núna er verkefnisstjórnin búin að kynna í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að flokkun fjögurra vatnsaflsvirkjana til viðbótar. Hún leggur til að þrjár virkjanir á Vestfjörðum fari allar í nýtingarflokk; Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Hún vill hins vegar að Hamarsvirkjun á Suðausturlandi, upp á 60 megavött, verði ekki leyfð og fari í verndarflokk. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. júní, eftir þrjá daga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var brugðið upp kortum sem sýna hvar þessar virkjanir eru fyrirhugaðar. Alþingi er þegar búið að samþykkja fjórar vatnsaflvirkjanir inn í nýtingarflokk í rammaáætlun. Ekki hefur orðið vart deilna um tvær þeirra; Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Djúpi og virkjun í veituleið Blönduvirkjunar. Þeim mun meiri átök hafa verið um Hvammsvirkjun í Þjórsá og Hvalárvirkjun á Ströndum. Þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir er Alþingi þegar búið að samþykkja inn í nýtingarflokk.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það vill svo til að þessa dagana er eitt ár liðið frá því virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt út gildi. Núna er Landsvirkjun byrjuð að bjóða út undirbúningsframkvæmdir í trausti þess að öll leyfi verði fengin í haust. Hvalárvirkjun virðist einnig komin á hreyfingu en í síðustu viku var greint frá því að HS Orka og Landsnet hefðu undirritað samning um tengingu Hvalárvirkjunar við orkuflutningskerfið sem miðar við að framkvæmdir geti hafiist eftir tvö ár. Þessa tillögu lagði verkefnisstjórn rammaáætlunar inn á borð umhverfis- og orkumálaráðherra að lokinni kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Stórt skref vaf stigið fyrir tveimur mánuðum þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði inn tillögu til ráðherra umhverfis- og orkumála um flokkun fimm vatnsaflvirkjana. Hún gefur grænt ljós á að þrjár þeirra fari í nýtingarflokk; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Skrokkölduvirkjun, allt stórvirkjanir, en vill setja tvær þeirra í verndarflokk; Héraðsvötn og Kjalölduveitu. Nýjasta tillaga verkefnisstjórnar um flokkun vatnsaflsvirkjana er núna í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Og núna er verkefnisstjórnin búin að kynna í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að flokkun fjögurra vatnsaflsvirkjana til viðbótar. Hún leggur til að þrjár virkjanir á Vestfjörðum fari allar í nýtingarflokk; Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Hún vill hins vegar að Hamarsvirkjun á Suðausturlandi, upp á 60 megavött, verði ekki leyfð og fari í verndarflokk. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. júní, eftir þrjá daga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33