Erlent

Sprautuðu duftmálningu á Stonehenge

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hátíðahöld vegna sumarsólstaðna fara fram við Stonehenge á morgun. 
Hátíðahöld vegna sumarsólstaðna fara fram við Stonehenge á morgun.  Instagram/Aðsend

Mótmælendur frá samtökunum Just Stop Oil sprautuðu duftmálningu á mannvirkið Stonehenge í Bretlandi fyrr í dag. 

BBC hefur eftir lögreglunni í Wiltshire að tveir hafi verið handteknir vegna uppákomunnar, grunaðir um að hafa unnið skemmdarverk á mannvirkinu, sem er talið fimm þúsund ára gamalt.

Að sögn sjónarvottar sem fréttastofa hafði samband við var miðasölu lokað í smá stund vegna skemmdarverkanna.

Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. 

Mótmælendurnir tveir eru 21 og 73 ára og voru að mótmæla olíuiðnaðinum í Bretlandi. Þeir kröfðust þess að næsta ríkisstjórn Bretlands skerði olíuframleiðslu verulega fyrir árið 2030. 

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að duftmálningin sem um ræðir sé maíssterkja og rigningin muni skola hana af grjótinu. 

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur þegar gert athugasemd við skemmdarverkin, og segir verknaðinn skammarlegan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×