Íslenski boltinn

Ör­lög Ryder ráðast á stjórnar­fundi síðar í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gregg Ryder tók við KR fyrir tímabilið.
Gregg Ryder tók við KR fyrir tímabilið. Vísir/Anton Brink

Það stefnir í að örlög Greggs Ryder, þjálfara KR í Bestu deild karla, ráðist á stjórnarfundi knattspyrnudeildar KR síðar í dag.

Mikið var slúðrað um það í morgun að Ryder væri á förum frá KR eftir 2-1 tap gegn ÍA í Bestu deildinni í gær. Staða KR eftir tíu leiki er alvarleg en liðið er aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

Ryder tók við liðinu fyrir tímabilið þegar boðaðar voru miklar breytingar hjá KR. Eftir fína byrjun hefur hins vegar syrt í álinn og nú er talið næsta víst að hann verði látinn fjúka. Fótbolti.net staðfestir að Ryder hafi stýrt æfingu KR-liðsins í dag en stjórnarfundurinn síðar í dag þykir benda til þess að tími hans hjá KR sé liðinn. 

Stjórnarmenn KR sem náðst hefur í hafa haldið þétt að sér spilunum og ekki viljað tjá sig um málið sem er augljóslega á viðkvæmu stigi. Þá náðist heldur ekki í Ryder við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×