Vilhjálmur segir stjórnarflokkana opinbera valdasýki sína Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 09:06 Það fauk í Vilhjálm þegar hann fylgdist með svörum Hildar í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ómyrkur í máli á Facebook-síðu sinni en honum þykir ekki forsvaranlegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji verja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vantrausti. Vilhjálmur vísar í viðtal Stöðvar 2 frá í gær við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem lýsti því eindregið yfir að menn þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af vantrauststillögu Miðflokksmanna. Er það pólitískt leikrit ef ætlast er til þess að ráðherra fari að lögum? Þetta þykir Vilhjálmi „stórfurðulegt“ en það sem honum þykir sérlega athyglisvert eru eftirfarandi orð Hildar: „Það þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur þessi vantrausttillaga verður felld enda er þessi tillaga pólitískt - leikrit. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun fella þessa tillögu. Látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur uppvið vegg með svona furðutillögu.“ Vilhjálmur, sem hefur mjög látið til sín taka hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi matvælaráðherra á sínum tíma og svo drátt á svörum Bjarkeyjar, enda um hans skjólstæðinga að ræða, finnst þetta dæmalaust. „Jahérna er það orðið pólitískt leikrit að ráðherrar fari eftir lögum sem og atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja? Hvað með ályktun flokksráðs sjálfstæðismanna frá því fyrra þar sem þáverandi matvælaráðherra var harðlega gagnrýnd og talað um gróf stjórnsýslubrot ráðherrans,“ spyr Vilhjálmur. Sjálfstæðismenn verji ráðherra sem stundi lögbrot Ljóst er hvernig Vilhjálmur Birgisson myndi greiða atkvæði ef hann sæti á þingi en einkum er um skjólstæðinga hans af Skaganum sem koma að vinnslu hvals í Hvalfirði. „Gleymum ekki heldur ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins það sem talað var um gróf lögbrot, meðalhófs ekki gætt og ákvæði í stjórnarskrá virt að vettugi. Núna þegar sama lögbrotið á sér stað þá er talað um pólitískt leikrit og furðutillögu. Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræðsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð.“ Vilhjálmur segir þetta mál ekki bara snúast um hvalveiðar. „Þetta snýst að ráðherrar misbeiti ekki valdi sínu gegn fyrirtækjum og þegnum þessa lands í pólitískum tilgangi. Lög eru lög og eiga að gilda fyrir alla í þessu landi, líka ráðherra!“ Vilhjálmur hoppandi reiður í útvarpinu En eins og fram kemur í máli Vilhjálms mun vantrauststillagan koma til kasta þingsins í dag. Hann var svo í Bítinu í morgun og var greinilega ekki runnin reiðin frá í gær. Sjálfstæðismenn sendu frá sér harðorðar ályktanir þegar Svandís bannaði hvalveiðar og Framsóknarmenn líka þar sem þess var krafist að þessi ólögmæta aðgerð yrði dregin til baka sagði Vilhjálmur þar. Og matvælaráðherra hafi þá bakaði tugmilljóna skaða og félagsmenn mínir urðu fyrir miklum búsifjum. Núverandi matvælaráðherra dró svo að svara fyrirtækinu sem gerði það að verkum að það gat ekki ráðið mannskap. „Það er mikilvægt að almenningur átti sig á því að þetta snýst ekki bara um hvalveiðar,“ sagði Vilhjálmur og hamraði á því að þetta væri ólöglegt. Meginstefið í gegnum allt sem lýtur að Sjálfstæðisflokknum er frelsi, sagði Vilhjálmur og þarna er verið að brjóta atvinnufrelsi. Og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þetta sé furðutillaga? „Þetta snýst um völd. Og ég er hættur að skilja Framsóknarmenn. Þeir virðast ekki standa fyrir eitt eða nett nema sjálfa sig,“ sagði Vilhjálmur og sparaði sig hvergi. „Það þarf að moka þarna út.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Vilhjálmur vísar í viðtal Stöðvar 2 frá í gær við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem lýsti því eindregið yfir að menn þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af vantrauststillögu Miðflokksmanna. Er það pólitískt leikrit ef ætlast er til þess að ráðherra fari að lögum? Þetta þykir Vilhjálmi „stórfurðulegt“ en það sem honum þykir sérlega athyglisvert eru eftirfarandi orð Hildar: „Það þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur þessi vantrausttillaga verður felld enda er þessi tillaga pólitískt - leikrit. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun fella þessa tillögu. Látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur uppvið vegg með svona furðutillögu.“ Vilhjálmur, sem hefur mjög látið til sín taka hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi matvælaráðherra á sínum tíma og svo drátt á svörum Bjarkeyjar, enda um hans skjólstæðinga að ræða, finnst þetta dæmalaust. „Jahérna er það orðið pólitískt leikrit að ráðherrar fari eftir lögum sem og atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja? Hvað með ályktun flokksráðs sjálfstæðismanna frá því fyrra þar sem þáverandi matvælaráðherra var harðlega gagnrýnd og talað um gróf stjórnsýslubrot ráðherrans,“ spyr Vilhjálmur. Sjálfstæðismenn verji ráðherra sem stundi lögbrot Ljóst er hvernig Vilhjálmur Birgisson myndi greiða atkvæði ef hann sæti á þingi en einkum er um skjólstæðinga hans af Skaganum sem koma að vinnslu hvals í Hvalfirði. „Gleymum ekki heldur ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins það sem talað var um gróf lögbrot, meðalhófs ekki gætt og ákvæði í stjórnarskrá virt að vettugi. Núna þegar sama lögbrotið á sér stað þá er talað um pólitískt leikrit og furðutillögu. Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræðsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð.“ Vilhjálmur segir þetta mál ekki bara snúast um hvalveiðar. „Þetta snýst að ráðherrar misbeiti ekki valdi sínu gegn fyrirtækjum og þegnum þessa lands í pólitískum tilgangi. Lög eru lög og eiga að gilda fyrir alla í þessu landi, líka ráðherra!“ Vilhjálmur hoppandi reiður í útvarpinu En eins og fram kemur í máli Vilhjálms mun vantrauststillagan koma til kasta þingsins í dag. Hann var svo í Bítinu í morgun og var greinilega ekki runnin reiðin frá í gær. Sjálfstæðismenn sendu frá sér harðorðar ályktanir þegar Svandís bannaði hvalveiðar og Framsóknarmenn líka þar sem þess var krafist að þessi ólögmæta aðgerð yrði dregin til baka sagði Vilhjálmur þar. Og matvælaráðherra hafi þá bakaði tugmilljóna skaða og félagsmenn mínir urðu fyrir miklum búsifjum. Núverandi matvælaráðherra dró svo að svara fyrirtækinu sem gerði það að verkum að það gat ekki ráðið mannskap. „Það er mikilvægt að almenningur átti sig á því að þetta snýst ekki bara um hvalveiðar,“ sagði Vilhjálmur og hamraði á því að þetta væri ólöglegt. Meginstefið í gegnum allt sem lýtur að Sjálfstæðisflokknum er frelsi, sagði Vilhjálmur og þarna er verið að brjóta atvinnufrelsi. Og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þetta sé furðutillaga? „Þetta snýst um völd. Og ég er hættur að skilja Framsóknarmenn. Þeir virðast ekki standa fyrir eitt eða nett nema sjálfa sig,“ sagði Vilhjálmur og sparaði sig hvergi. „Það þarf að moka þarna út.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira