Loks eignast Ísland mannréttindastofnun Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. júní 2024 14:31 Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Forsenda lögfestingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Mannréttindastofnun mun vinna að því að efla mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins og veita bæði hinu opinbera og einkaaðilum aðhald. Þá á hún að hvetja til og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og afla upplýsinga um stöðu mannréttinda sem munu gagnast við stefnumótun og lagasetningu. Þá mun Mannréttindastofnun gegna fræðsluhlutverki og efla vitundarvakningu um mannréttindi. Mannréttindastofnun mun hafa eftirlit með framkvæmd laga og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið er aðili að. Stofnunin er ein forsenda þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastofnun verður falið eftirlit með framkvæmd samningsins en í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að starfandi sé sjálfstæð innlend mannréttindastofnun. Í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem ég fékk samþykkta á Alþingi í mars, er einnig kveðið á um lögfestingu samningsins sem er næsta stóra skrefið í að auka mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Mannréttindastofnun mun einnig hafa eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Bæði Mannréttindastofnun og lögfesting samnings Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvoru tveggja eru stór mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks sem ég hef beitt mér fyrir á undanförnum árum. Ég er stoltur að við séum nú að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lögfestingu samningsins með því að samþykkja að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands. Það er sannarlega tími til kominn. Stórt hlutverk Mannréttindastofnun er ætlað stórt og viðamikið hlutverk í samfélaginu og mun aðstoða og leiðbeina öllum sem til hennar leita. Það mun gagnast öllum en þó líklega mest jaðarsettum hópum sem eru sérstaklega útsettir fyrir mannréttindabrotum. Stofnunin mun því stuðla að auknu jafnrétti og réttlæti á Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mannréttindi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Forsenda lögfestingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Mannréttindastofnun mun vinna að því að efla mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins og veita bæði hinu opinbera og einkaaðilum aðhald. Þá á hún að hvetja til og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og afla upplýsinga um stöðu mannréttinda sem munu gagnast við stefnumótun og lagasetningu. Þá mun Mannréttindastofnun gegna fræðsluhlutverki og efla vitundarvakningu um mannréttindi. Mannréttindastofnun mun hafa eftirlit með framkvæmd laga og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið er aðili að. Stofnunin er ein forsenda þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastofnun verður falið eftirlit með framkvæmd samningsins en í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að starfandi sé sjálfstæð innlend mannréttindastofnun. Í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem ég fékk samþykkta á Alþingi í mars, er einnig kveðið á um lögfestingu samningsins sem er næsta stóra skrefið í að auka mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Mannréttindastofnun mun einnig hafa eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Bæði Mannréttindastofnun og lögfesting samnings Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvoru tveggja eru stór mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks sem ég hef beitt mér fyrir á undanförnum árum. Ég er stoltur að við séum nú að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lögfestingu samningsins með því að samþykkja að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands. Það er sannarlega tími til kominn. Stórt hlutverk Mannréttindastofnun er ætlað stórt og viðamikið hlutverk í samfélaginu og mun aðstoða og leiðbeina öllum sem til hennar leita. Það mun gagnast öllum en þó líklega mest jaðarsettum hópum sem eru sérstaklega útsettir fyrir mannréttindabrotum. Stofnunin mun því stuðla að auknu jafnrétti og réttlæti á Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun