Hvað verður um þau? Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. júní 2024 16:00 „Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
„Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun