Íslenski boltinn

Fylkir hafnar á­sökunum Vestra um kyn­þátta­níð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
FH - Fylkir besta deild karla sumar 2023
FH - Fylkir besta deild karla sumar 2023 Vísir/Hulda Margrét

Eftir leik Fylkis og Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, að leikmaður sinn hefði orðið fyrir kynþáttaníði.

Fylkir hafnar þeim ásökunum og segir ekki svigrúm fyrir fordóma eða ójafnrétti af neinu tagi í þjóðfélaginu. Vestri hefur vísað málinu til Knattspyrnusambands Íslands.

Nú hefur Fylkir sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir meðal annars að í jafnréttisstefnu Fylkis komi skýrt fram að: 

„Íþróttafélagið stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Íþróttafélagið leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi.“

Knattspyrnudeild Fylkis leggur jafnframt áherslu á að allt tengt deildinni samræmist ofangreindri stefnu. Þar segir einnig að Fylkir hafni ásökununum en samt sé „mikilvægt að halda umræðu um jafnrétti og fordóma á lofti og við ítrekum að það er ekkert svigrúm fyrir fordóma eða ójafnrétti af neinu tagi í þjóðfélaginu.“

Fylkir heitir fullu og opinskáu samstarfi við KSÍ vegna málsins og mun ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum samkvæmt yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×