Landsmenn fái að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 16:58 Jón Gunnarsson segir að ekki yrði óeðlilegt ef landsmenn fengju að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt hér á landi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að sér þætti eðlilegt ef landsmönnum gæfist kostur á að senda umsagnir um þá einstaklinga sem Alþingi greiðir atkvæði um hvort fái ríkisborgararétt hér á landi. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira