Ólympíudraumur Eyþóru úti eftir grátlegt slys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 08:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir ætlaði sér að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Hér er hún á leikunum í Tókýó. Getty/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Draumur Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur um að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð er úti eftir slys á æfingu í gær. Hún greinir frá gríðarlegum vonbrigðum á samfélagsmiðlum sínum. Eyþóra er 25 ára gömul hollensk-íslensk fimleikakona sem á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún hefur keppt alla tíð fyrir Holland og fór bæði á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. „Ólympíudraumur minn í París 2024 er úti,“ skrifaði Eyþóra á síðu sína. „Í dag á æfingu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna þá lenti ég í heimskulegu slysi þegar ég ætlaði að stökkva af jafnvægisslánni,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur náð flottum árangri á mörgum stórmótum.Getty/Tim Clayton „Þetta varð til þess að ég fótbraut mig á fjórum stöðum. Næst á dagskrá er aðgerð í næstu viku til þess að laga þetta,“ skrifaði Eyþóra. „Því miður hafa verið margar lægðir í lífi mínu að undanförnu. Ég vona að þessi verði sú síðasta. En með þessu er ljóst að draumur minn um að keppa á ÓL París 2024 er úti. Greinilega átti þetta ekki að gerast,“ skrifaði Eyþóra. „Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig á þessu ferðalagi. Ég veit að ég hefði aldrei komist svona langt án ykkar allra. Ég vil líka óska öllum stelpunum góðs gengs í forkeppni Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra varð í níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó og í sjöunda sæti í liðakeppninni. Á leikunum í Tókýó varð liðið í ellefta sæti en varð annar varamaður í úrslitin í fjölþraut eftir að hafa orðið í 36. sæti í undankeppninni. Eyþóra vann bronsverðlaun með hollenska liðinu á Evrópukeppninni í fyrra en þá varð hún í sjötta sæti í fjölþrautinni. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Sjá meira
Eyþóra er 25 ára gömul hollensk-íslensk fimleikakona sem á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún hefur keppt alla tíð fyrir Holland og fór bæði á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. „Ólympíudraumur minn í París 2024 er úti,“ skrifaði Eyþóra á síðu sína. „Í dag á æfingu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna þá lenti ég í heimskulegu slysi þegar ég ætlaði að stökkva af jafnvægisslánni,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur náð flottum árangri á mörgum stórmótum.Getty/Tim Clayton „Þetta varð til þess að ég fótbraut mig á fjórum stöðum. Næst á dagskrá er aðgerð í næstu viku til þess að laga þetta,“ skrifaði Eyþóra. „Því miður hafa verið margar lægðir í lífi mínu að undanförnu. Ég vona að þessi verði sú síðasta. En með þessu er ljóst að draumur minn um að keppa á ÓL París 2024 er úti. Greinilega átti þetta ekki að gerast,“ skrifaði Eyþóra. „Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig á þessu ferðalagi. Ég veit að ég hefði aldrei komist svona langt án ykkar allra. Ég vil líka óska öllum stelpunum góðs gengs í forkeppni Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra varð í níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó og í sjöunda sæti í liðakeppninni. Á leikunum í Tókýó varð liðið í ellefta sæti en varð annar varamaður í úrslitin í fjölþraut eftir að hafa orðið í 36. sæti í undankeppninni. Eyþóra vann bronsverðlaun með hollenska liðinu á Evrópukeppninni í fyrra en þá varð hún í sjötta sæti í fjölþrautinni. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Sjá meira