Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 07:32 Forseti Kýpur var fljótur að ítreka að landið væri hlutlaust og ekki partur af vandanum, heldur lausninni. epa/Lukasz Gagulski Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Hezbollah vöruðu við því í vikunni að Kýpur gæti orðið skotmark ef stjórnvöld heimiluðu Ísraelum að nota landsvæði sitt í aðgerðum gegn samtökunum. Eftir auknar skærur síðustu daga og vikur eru áhyggjur uppi um að allsherjarátök brjótist út á milli Ísrael og Hezbollah. „Kýpur á ekki þátt í og mun ekki eiga þátt í neinum stríðum eða átökum,“ sagði Konstantinos Letymbiotis, talsmaður stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn CyBC. „Þar af leiðandi eru yfirlýsingar leiðtoga Hezbollah ekki í takt við raunveruleikann.“ Letymbiotis sagði stjórnvöld á Kýpur eiga í mjög góðu sambandi við stjórnvöld í Líbanon og að þau myndu ekki heimila neinu ríki að nota landsvæði sitt fyrir hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki. Hezbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah hótaði á miðvikudag stríði „án regla eða takmarkanna“ ef Ísraelsmenn réðust af fullum þunga gegn Hezbollah, eins og þeir hafa hótað. Þá kom hann á óvart með því að hafa einnig í hótunum við Kýpur og sagði að ef þarlend stjórnvöld heimiluðu Ísrael að nota innviði í aðgerðum sínum yrðu Kýpurbúar einnig þátttakendur í átökunum. Ef til stríðs kæmi yrðu engir staðir öruggir fyrir eldflaugum og drónum Hezbollah. Hótanirnar eru sagðar hafa vakið nokkurn ugg meðal embættismanna og sendifulltrúa annarra ríkja á Kýpur. Guardian hefur eftir ónefndum erindreka Evrópusambandsins að Hezbollah séu þekkt fyrir að standa við hótanir sínar og að Kýpur hafi ekki hernaðarlega getu til að svara fyrir sig. Nikos Christodoulides, forseti Kýpur, var fljótur að svara hótunum Nasrallah og lagði bæði áherslu á hlutleysi Kýpur og þátt ríkisins í að koma neyðargögnum til Gasa. „Kýpur er ekki partur af vandamálinu, heldur partur af lausninni,“ sagði hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kýpur Líbanon Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hezbollah vöruðu við því í vikunni að Kýpur gæti orðið skotmark ef stjórnvöld heimiluðu Ísraelum að nota landsvæði sitt í aðgerðum gegn samtökunum. Eftir auknar skærur síðustu daga og vikur eru áhyggjur uppi um að allsherjarátök brjótist út á milli Ísrael og Hezbollah. „Kýpur á ekki þátt í og mun ekki eiga þátt í neinum stríðum eða átökum,“ sagði Konstantinos Letymbiotis, talsmaður stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn CyBC. „Þar af leiðandi eru yfirlýsingar leiðtoga Hezbollah ekki í takt við raunveruleikann.“ Letymbiotis sagði stjórnvöld á Kýpur eiga í mjög góðu sambandi við stjórnvöld í Líbanon og að þau myndu ekki heimila neinu ríki að nota landsvæði sitt fyrir hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki. Hezbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah hótaði á miðvikudag stríði „án regla eða takmarkanna“ ef Ísraelsmenn réðust af fullum þunga gegn Hezbollah, eins og þeir hafa hótað. Þá kom hann á óvart með því að hafa einnig í hótunum við Kýpur og sagði að ef þarlend stjórnvöld heimiluðu Ísrael að nota innviði í aðgerðum sínum yrðu Kýpurbúar einnig þátttakendur í átökunum. Ef til stríðs kæmi yrðu engir staðir öruggir fyrir eldflaugum og drónum Hezbollah. Hótanirnar eru sagðar hafa vakið nokkurn ugg meðal embættismanna og sendifulltrúa annarra ríkja á Kýpur. Guardian hefur eftir ónefndum erindreka Evrópusambandsins að Hezbollah séu þekkt fyrir að standa við hótanir sínar og að Kýpur hafi ekki hernaðarlega getu til að svara fyrir sig. Nikos Christodoulides, forseti Kýpur, var fljótur að svara hótunum Nasrallah og lagði bæði áherslu á hlutleysi Kýpur og þátt ríkisins í að koma neyðargögnum til Gasa. „Kýpur er ekki partur af vandamálinu, heldur partur af lausninni,“ sagði hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kýpur Líbanon Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira