Stærstu mál þingsins munu rata í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 09:31 Þorbjörg Sigríður veltir því fyrir sér hverjar afleiðingar vantrauststillögunnar verði og hennar spá er að öllu verði sópað af borðinu og fólk flýti sér í sumarfrí. vísir/vilhelm Margir eru hugsi eftir vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur í gær. Bjarkey sat rjóð í kinnum, en hún sat fast og taldi sig eiga inni það að stjórnarflokkarnir myndu verja hana. Sem þeir og gerðu, allir nema einn. Jón Gunnarsson sat hjá og þung orð féllu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira