Innlent

Bein út­sending: Spennandi loka­sprettur á Al­þingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmunda Ingi Guðbrandssyni formanni VG var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á þinginu í gær. Jón skaut föstum skotum að VG og sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust, einn stjórnarþingmanna.
Guðmunda Ingi Guðbrandssyni formanni VG var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á þinginu í gær. Jón skaut föstum skotum að VG og sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust, einn stjórnarþingmanna. Vísir/Vilhelm

Von er á spennandi umræðum á Alþingi og afgreiðslu mála á því sem stefnir í að verða næstsíðasti þingfundur yfirstandandi þings. Beint streymi má sjá að neðan.

Þingið hefst á umræðu undir liðnum störf þingsins þar sem á þriðja tug þingmanna hafa óskað eftir því að fá að taka til máls. Hiti var á þinginu í gær þegar vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra var felld.

Formenn flokka náðu samkomulagi um þinglokasamninga fyrir miðnætti í gær og stefnt er að þinglokum á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu lögreglulögin fara í gegn ásamt frumvarpi um breytingar á örorkulífeyriskerfinu og frumvarpi um mannréttindastofnun.

Frumvörp um virkjanakosti í vindorku og slit á ÍL-sjóði verði hins vegar ekki afgreidd ásamt öðrum málum.

Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu og eru atkvæðagreiðslur um fjölda mála á dagskrá.


Tengdar fréttir

Stærstu mál þingsins munu rata í ruslið

Margir eru hugsi eftir vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur í gær. Bjarkey sat rjóð í kinnum, en hún sat fast og taldi sig eiga inni það að stjórnarflokkarnir myndu verja hana. Sem þeir og gerðu, allir nema einn. Jón Gunnarsson sat hjá og þung orð féllu.

Formanni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag

Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG

Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×