Brjóta rúður í Grafarvogi vegna Tiktok-æðis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 09:00 Furðuleg tískubylgja gengur nú yfir þar sem unglingar skemmta sér við að sparka í útidyrahurðir fólks og hlaupa burt. Þau taka upp myndband af athæfinu og birta á Tiktok. Í vikunni brutu unglingar rúður heima hjá fólki í Grafarvogi. Getty/Vísir Unglingar í Grafarvogi hafa undanfarnar vikur gert Erlu Ríkharðsdóttur lífið leitt með því að berja og sparka aftur og aftur í útidyrahurð hennar og hlaupa burt. Í fyrrakvöld brutu unglingarnir rúðu í hamaganginum. Athæfið er í tísku á samfélagsmiðlinum Tiktok, þar sem unglingar um heim allan eru að taka upp myndbönd þar sem þeir sparka í hurðir og hlaupa burt. Erla segir að unglingarnir hafi komið eitt föstudagskvöld fyrir um mánuði síðan, og byrjað um sexleytið að sparka í hurðina. Svo hafi þeir alltaf flúið vettvang yfir á bæjarlóðina við hliðina. „Þeir báru allt af sér þegar við töluðum við þá, en þeir komu alltaf aftur og aftur þetta kvöld,“ segir Erla. Hún hafi svo hringt á lögregluna sem kom og tók skýrslu. Í fyrrakvöld hafi krakkarnir komið aftur, og þau sparkað svo fast að rúða í hurðinni brotnaði. „Í gærkvöldi komu svo tvær stelpur og þrusuðu í hurðina. Þetta er mjög óþægilegt, og þetta var sérstaklega óþægilegt þetta föstudagskvöld, og ekkert hægt að tala við þá með góðu eða neitt,“ segir Erla. Erla vakti fyrst athygli á þessu á Feisbúkksíðunni íbúar í Grafarvogi. Handteknir í Bandaríkjunum vegna athæfisins Fyrir viku síðan var greint frá því á Vísi að tveir táningar hefðu verið handteknir í Flórída í Bandaríkjunum eftir svipað athæfi. Fox News fjallaði upphaflega um málið. Unglingarnir í Flórída voru gripnir glóðvolgir á öryggismyndavél. Watch the latest video at foxnews.com Til eru fleiri dæmi um krakka sem hafa verið handteknir vegna svipaðra atvika, en í Bandaríkjunum hefur nokkuð verið fjallað um þessa furðulegu tísku sem nú gengur yfir. Samfélagsmiðlar Reykjavík TikTok Tengdar fréttir Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Erla segir að unglingarnir hafi komið eitt föstudagskvöld fyrir um mánuði síðan, og byrjað um sexleytið að sparka í hurðina. Svo hafi þeir alltaf flúið vettvang yfir á bæjarlóðina við hliðina. „Þeir báru allt af sér þegar við töluðum við þá, en þeir komu alltaf aftur og aftur þetta kvöld,“ segir Erla. Hún hafi svo hringt á lögregluna sem kom og tók skýrslu. Í fyrrakvöld hafi krakkarnir komið aftur, og þau sparkað svo fast að rúða í hurðinni brotnaði. „Í gærkvöldi komu svo tvær stelpur og þrusuðu í hurðina. Þetta er mjög óþægilegt, og þetta var sérstaklega óþægilegt þetta föstudagskvöld, og ekkert hægt að tala við þá með góðu eða neitt,“ segir Erla. Erla vakti fyrst athygli á þessu á Feisbúkksíðunni íbúar í Grafarvogi. Handteknir í Bandaríkjunum vegna athæfisins Fyrir viku síðan var greint frá því á Vísi að tveir táningar hefðu verið handteknir í Flórída í Bandaríkjunum eftir svipað athæfi. Fox News fjallaði upphaflega um málið. Unglingarnir í Flórída voru gripnir glóðvolgir á öryggismyndavél. Watch the latest video at foxnews.com Til eru fleiri dæmi um krakka sem hafa verið handteknir vegna svipaðra atvika, en í Bandaríkjunum hefur nokkuð verið fjallað um þessa furðulegu tísku sem nú gengur yfir.
Samfélagsmiðlar Reykjavík TikTok Tengdar fréttir Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15