Vísar á heilbrigðisráðherra að borga bílastæðagjöldin Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2024 11:11 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra fer með málefni innanlandsflugvalla. Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær. Þorgrímur Sigmundsson situr á þingi sem varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Miðflokkurinn „Nei, hæstvirtur ráðherra, er ekki rétt að staldra við og bakka út úr þessum óskapnaði áður en hann festi sig í sessi? Hér held ég að við séum í einhverri refsiherferð gegn landsbyggðinni. Ég hvet ráðherra eindregið til að taka þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Húsvíkingurinn Þorgrímur og spurði: „Hallast innviðaráðherra að hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, hæstvirts fjármálaráðherra, sem fram koma í tilmælum hans til stjórnar Isavia um að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn? Og hvernig á þá að flokka þau bílnúmer frá? Á að krefjast læknisvottorðs? Hver á svo að meta vottorðið, það er hversu nauðsynleg ferðin var, hvort svipaða þjónustu hefði mátt fá nær lögheimili eða hvort einn dagur dugar til ferðarinnar? Á Isavia að framkvæma þetta mat?“ spurði varaþingmaður Miðflokksins. Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru núna bæði búin að undirrita nýjan þjónustusamning við Isavia sem skerpir á heimild ríkisfyrirtækisins til að innheimta bílastæðagjöld. Fyrri samningur var fallinn úr gildi. „Það er þannig að þjónustusamningur við Isavia innanlands er undirritaður bæði af innviðaráðherra og fjármálaráðherra þannig að það eru tveir ráðherrar sem þurfa að undirrita það og það hefur verið gert. Þar eru þessar heimildir ekki nýjar, þær hafa verið í fyrri þjónustusamningi,“ svaraði Svandís. Hún nefndi að fólk utan af landi, sem þyrfti að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, ætti rétt á tilteknum endurgreiðslum Sjúkratrygginga. „Ég tel, svona þekkjandi Sjúkratryggingar og heilbrigðismálin frá fyrri tíð, að það væri leið til að nálgast þennan kostnað og koma til móts við hann. Það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem hefur það á sínu borði en ég held að það gæti verið lausn í málinu,” sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í óundirbúnum fyrrispurnum á Alþingi í gær. Bílastæði Fréttir af flugi Samgöngur Heilbrigðismál Byggðamál Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þorgrímur Sigmundsson situr á þingi sem varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Miðflokkurinn „Nei, hæstvirtur ráðherra, er ekki rétt að staldra við og bakka út úr þessum óskapnaði áður en hann festi sig í sessi? Hér held ég að við séum í einhverri refsiherferð gegn landsbyggðinni. Ég hvet ráðherra eindregið til að taka þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Húsvíkingurinn Þorgrímur og spurði: „Hallast innviðaráðherra að hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, hæstvirts fjármálaráðherra, sem fram koma í tilmælum hans til stjórnar Isavia um að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn? Og hvernig á þá að flokka þau bílnúmer frá? Á að krefjast læknisvottorðs? Hver á svo að meta vottorðið, það er hversu nauðsynleg ferðin var, hvort svipaða þjónustu hefði mátt fá nær lögheimili eða hvort einn dagur dugar til ferðarinnar? Á Isavia að framkvæma þetta mat?“ spurði varaþingmaður Miðflokksins. Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru núna bæði búin að undirrita nýjan þjónustusamning við Isavia sem skerpir á heimild ríkisfyrirtækisins til að innheimta bílastæðagjöld. Fyrri samningur var fallinn úr gildi. „Það er þannig að þjónustusamningur við Isavia innanlands er undirritaður bæði af innviðaráðherra og fjármálaráðherra þannig að það eru tveir ráðherrar sem þurfa að undirrita það og það hefur verið gert. Þar eru þessar heimildir ekki nýjar, þær hafa verið í fyrri þjónustusamningi,“ svaraði Svandís. Hún nefndi að fólk utan af landi, sem þyrfti að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, ætti rétt á tilteknum endurgreiðslum Sjúkratrygginga. „Ég tel, svona þekkjandi Sjúkratryggingar og heilbrigðismálin frá fyrri tíð, að það væri leið til að nálgast þennan kostnað og koma til móts við hann. Það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem hefur það á sínu borði en ég held að það gæti verið lausn í málinu,” sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í óundirbúnum fyrrispurnum á Alþingi í gær.
Bílastæði Fréttir af flugi Samgöngur Heilbrigðismál Byggðamál Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08