„Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júní 2024 22:50 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Anton Brink „Svekkjandi að tapa, við komum hingað til þess að sækja þessi þrjú stig sem voru í boði. Þannig var hugarfarið hjá leikmönnunum, en því miður skoruðum við bara eitt mark.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Frammistaðan á löngum köflum bara flott hjá FH-liðinu og við pressuðum þær á réttu stöðunum og gáfum þeim hörku leik, en mörk breyta leikjum og allt það. Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur þegar við vorum ekki vel vakandi á ákveðnum augnablikum þegar við fengum á okkur þessi mörk. Það er eins og það er,“ sagði Guðni. FH hóf leikinn illa og fékk dauðafæri á sig eftir um tvær mínútur og var svo lent undir eftir aðeins rúmlega fjórar mínútur. „Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur. Það er aldrei gott að leikurinn sé varla hafinn og þú ert strax byrjaður að elta andstæðinginn í markasöfnun. Það má vel vera að spennustigið hafi verið hátt eða eitthvað slíkt en þá fannst mér við bara vinna okkur vel inn í þennan leik og síst slakari aðilinn í þessum fyrri hálfleik, það er mitt mat.“ FH-konur hófu síðari hálfleikinn vel og voru ógnandi. En hvað sagði Guðni við sína leikmenn í hálfleik? „Við fórum bara yfir hlutina og héldum áfram að berja vonarneista í þær. Þær komu að krafti inn í seinni hálfleikinn, fáum þetta annað mark sem var mikið högg, þetta víti. En mistökin í tengslum við það atriði er strax í byrjun þegar að við fáum á okkur aukaspyrnu hér á miðjulínu sirka, þar gleyma leikmenn sér og dekka vitlaust og þær komast auðveldlega í gegnum okkur. Þar byrjaði þetta. Það er svona það sem ég á við um einstaklingsmistök sem gera það að verkum að við lendum í þessari stöðu, fáum á okkur víti.“ FH skoraði úr lokasnertingu leiksins þegar Ída María Hermannsdóttir þrumaði boltanum upp í vinkilinn af um 25 metrum. FH hefði þó mögulega getað skorað fyrr ef ekki hefði verið fyrir landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Fanney varði nokkrum sinnum í seinni hálfleik þegar við komumst í gegnum þær á kantsvæðunum. Þar gerði hún vel og varði og hélt markinu hreinu þar til í lokinn þar sem við skorum virkilega fallegt mark, en að mínu mati áttum við það mark fyllilega skilið miðað við það sem við sýndum í dag,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Frammistaðan á löngum köflum bara flott hjá FH-liðinu og við pressuðum þær á réttu stöðunum og gáfum þeim hörku leik, en mörk breyta leikjum og allt það. Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur þegar við vorum ekki vel vakandi á ákveðnum augnablikum þegar við fengum á okkur þessi mörk. Það er eins og það er,“ sagði Guðni. FH hóf leikinn illa og fékk dauðafæri á sig eftir um tvær mínútur og var svo lent undir eftir aðeins rúmlega fjórar mínútur. „Við fáum mark á okkur eftir fjórar mínútur. Það er aldrei gott að leikurinn sé varla hafinn og þú ert strax byrjaður að elta andstæðinginn í markasöfnun. Það má vel vera að spennustigið hafi verið hátt eða eitthvað slíkt en þá fannst mér við bara vinna okkur vel inn í þennan leik og síst slakari aðilinn í þessum fyrri hálfleik, það er mitt mat.“ FH-konur hófu síðari hálfleikinn vel og voru ógnandi. En hvað sagði Guðni við sína leikmenn í hálfleik? „Við fórum bara yfir hlutina og héldum áfram að berja vonarneista í þær. Þær komu að krafti inn í seinni hálfleikinn, fáum þetta annað mark sem var mikið högg, þetta víti. En mistökin í tengslum við það atriði er strax í byrjun þegar að við fáum á okkur aukaspyrnu hér á miðjulínu sirka, þar gleyma leikmenn sér og dekka vitlaust og þær komast auðveldlega í gegnum okkur. Þar byrjaði þetta. Það er svona það sem ég á við um einstaklingsmistök sem gera það að verkum að við lendum í þessari stöðu, fáum á okkur víti.“ FH skoraði úr lokasnertingu leiksins þegar Ída María Hermannsdóttir þrumaði boltanum upp í vinkilinn af um 25 metrum. FH hefði þó mögulega getað skorað fyrr ef ekki hefði verið fyrir landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Fanney varði nokkrum sinnum í seinni hálfleik þegar við komumst í gegnum þær á kantsvæðunum. Þar gerði hún vel og varði og hélt markinu hreinu þar til í lokinn þar sem við skorum virkilega fallegt mark, en að mínu mati áttum við það mark fyllilega skilið miðað við það sem við sýndum í dag,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira