Innlent

Á­rásar­maðurinn beitti stungu­vopni á háls og maga

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd frá vettvangi lögreglu í gærkvöldi.
Mynd frá vettvangi lögreglu í gærkvöldi. Aðsend

Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar.

Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi lögreglunnar í Kópavogi, í samtali við Vísi. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni í gær vegna málsins en sérsveitin var kölluð á vettvang um hálf ellefu leytið í gær. Málið er nú til rannsóknar.

Mennirnir tveir sem særðust í gærkvöldi voru fluttir beint á spítala þar sem var hlúið að þeim en þeir eru í stöðugu ástandi að sögn Heimis. Árásarmaðurinn var handtekin skammt frá vettvangi en Heimir gat ekki veitt  frekari upplýsingar um aðdraganda líkamsárásarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×