Aldrei verið dýrara að kaupa miða á kvennakörfuboltaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 12:30 Það vilja margir sjá einvígi Caitlin Clark hjá Indiana Fever og Angel Reese hjá Chicago Sky í kvöld og miðaverðið hefur rokið upp. Getty/Emilee Chinn/ Mikil spenna er fyrir leik Chicago Sky og Indiana Fever í WNBA deildinni í körfubolta í kvöld. Þarna mætast lið skipuðum nýliðunum Caitlin Clark (Fever) og Angel Reese (Sky) sem hafa verið erkióvinir í bæði háskólaboltanum sem og í atvinnumennskunni. Þær eru ekki aðeins góðar í körfubolta heldur virðast þær líka skipta Bandaríkjamönnum í tvo hópa og minnir einvígi þeirra mikið á einvígi Magic Johnson og Larry Bird þegar vinsældir NBA deildarinnar margfölduðust á níunda áratugnum. Caitlin Clark hefur fagnað sigri í fyrstu tveimur innbyrðis leikjum þeirra í WNBA en í bæði skiptin mátti hún þola ljót brot. Angel Reese sló hana meðal annars í höfuðið í síðasta leik og hélt því fram að þetta væri eðlileg villa í körfubolta. Reese fagnaði líka liðsfélaga sínum fyrir ljótt brot í fyrsta leiknum. Reese hefur talað um það að hún sé alveg tilbúinn að taka að sér hlutverk vondu stelpunnar hjálpi hún með því að auka vinsældir kvennakörfuboltans. Hún hefur heldur betur eignað sér það hlutverk hingað til. Clark hefur ávallt talað vel um Reese og gerði lítið úr broti hennar í síðasta leik. Hvort henni takist að vinna þriðja leikinn í röð verður að koma í ljós. Það er alla vegna ljóst að allt fjölmiðlafárið í kringum þessar tvær hefur kallað á mikinn áhuga á leik þeirra í kvöld. Miðar á leikinn eru gríðarlega eftirsóttir og það hefur aldrei verið dýrara að kaupa miða á kvennakörfuboltaleik í Bandaríkjunum. Meðalmiðinn kostar í kringum 271 Bandaríkjadali eða í kringum 38 þúsund íslenskar krónur. Hér erum við að tala alla miða til að komast inn í höllina en auðvitað eru betri miðarnir nær vellinum miklu miklu dýrari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) WNBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Þarna mætast lið skipuðum nýliðunum Caitlin Clark (Fever) og Angel Reese (Sky) sem hafa verið erkióvinir í bæði háskólaboltanum sem og í atvinnumennskunni. Þær eru ekki aðeins góðar í körfubolta heldur virðast þær líka skipta Bandaríkjamönnum í tvo hópa og minnir einvígi þeirra mikið á einvígi Magic Johnson og Larry Bird þegar vinsældir NBA deildarinnar margfölduðust á níunda áratugnum. Caitlin Clark hefur fagnað sigri í fyrstu tveimur innbyrðis leikjum þeirra í WNBA en í bæði skiptin mátti hún þola ljót brot. Angel Reese sló hana meðal annars í höfuðið í síðasta leik og hélt því fram að þetta væri eðlileg villa í körfubolta. Reese fagnaði líka liðsfélaga sínum fyrir ljótt brot í fyrsta leiknum. Reese hefur talað um það að hún sé alveg tilbúinn að taka að sér hlutverk vondu stelpunnar hjálpi hún með því að auka vinsældir kvennakörfuboltans. Hún hefur heldur betur eignað sér það hlutverk hingað til. Clark hefur ávallt talað vel um Reese og gerði lítið úr broti hennar í síðasta leik. Hvort henni takist að vinna þriðja leikinn í röð verður að koma í ljós. Það er alla vegna ljóst að allt fjölmiðlafárið í kringum þessar tvær hefur kallað á mikinn áhuga á leik þeirra í kvöld. Miðar á leikinn eru gríðarlega eftirsóttir og það hefur aldrei verið dýrara að kaupa miða á kvennakörfuboltaleik í Bandaríkjunum. Meðalmiðinn kostar í kringum 271 Bandaríkjadali eða í kringum 38 þúsund íslenskar krónur. Hér erum við að tala alla miða til að komast inn í höllina en auðvitað eru betri miðarnir nær vellinum miklu miklu dýrari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
WNBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti