Hafa ekki hug á inngöngu í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. júní 2024 10:31 Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun