Skjálftinn við Brennisteinsfjöll líklega ótengdur gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 08:35 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti sem reið yfir í Brennisteinsfjöllum í gærkvöldi er ekki talinn tengjast atburðunum í Sundhnúkagígum. Landris heldur áfram við Svartsengi og útlit fyrir að sama ferli sé að hefjast og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“ Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“
Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18
Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15
Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18