Innlent

Búturinn úr eyranu fannst og mönnunum sleppt úr haldi

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Líkamsárásin átti sér stað á skemmtistað á Laugaveginum.
Líkamsárásin átti sér stað á skemmtistað á Laugaveginum. Vísir/Vilhelm

Bútur úr eyra manns sem var ráðist á inni á salerni á skemmtistað á Laugaveginum fannst á vettvangi stuttu eftir árásina aðfaranótt sunnudags.

Karlmennirnir tveir sem réðust á manninn voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald heldur sleppt úr haldi lögreglu seint í gærkvöldi. Mennirnir réðust á þann þriðja eftir orðaskak og komu honum í gólfið þar sem þeir spörkuðu í hann og börðu. Árásin endaði á því að einn maðurinn beit stóran bita úr eyra brotaþolans.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hverfisgötu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann bætir við að maðurinn hafi væntanlega haldið upp á bráðamóttöku eftir árásina til að freista þess að fá bútinn saumaðan aftur við sig. 

Mennirnir tveir eru í kringum fimmtugt og eru báðir fæddir og uppaldir á Íslandi. Rannsókn málsins stendur nú yfir. 


Tengdar fréttir

Beit stóran bita úr eyra eftir orða­skak á skemmti­stað

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu eftir að hafa ráðist á annan mann inni á salerni á skemmtistað á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur. Átök mannanna hófust með orðaskaki þeirra á milli en endaði á því að einn maðurinn beit hluta úr eyra hins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×