Grikkir fengu verðlaun í nafni Vigdísar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júní 2024 15:56 Frá verðlaunaafhendingunni í Strassborg í dag. Evrópuráðsþingið Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi verið viðstödd afhendinguna. Irida Women‘s Center samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin sem voru stofnuð árið 2016, þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands, bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól. Fram kemur að Vigdísarverðlaunin hafi verið stofnsett í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu og í aðdraganda leiðtogafundar ráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023. Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands standa að verðlaununum sem ætlað er að vekja athygli á einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem stuðlað hafa að valdeflingu kvenna með framúrskarandi hætti, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta. Nýju alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin hafa þegar hlotið athygli víða en þau verða veitt árlega í júní-lotu Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Alls bárust 123 tilnefningar til verðlaunanna frá öllum heimshlutum en þrír hlutu tilnefningu í byrjun maí. Auk Irida Women‘s Center fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu verðlaunagripinn Kviku eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur við hátíðlega athöfn í morgun. Listaverkið er úr gleri og með tilvísun í íslenska náttúru og tungu. „Það var mér mikill heiður að flytja ávarp við afhendingu fyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur. Ég fékk í ávarpi mínu tækifæri til þess að undirstrika framlag Vigdísar og áhrif hennar, jafnt innan íslensks samfélags sem utan, eins og greina mátti við fjölsótta athöfn í Strassborg í dag sem fólk hvaðanæva að sótti,“ er haft eftir Guðmundi Inga. „Á fundum sem ég átti jafnframt með fulltrúum Evrópuráðsins í dag kom fram að framganga Íslands á sviði jafnréttismála, og að því er varðar málefni hinsegin fólks, vekur enn verðskuldaða athygli og óskað er eftir frekari samstarfi við okkur á þeim sviðum.“ Guðmundur Ingi átti fundi með aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, forseta Evrópuráðsþingsins og sérfræðingum Evrópuráðsins á sviði jafnréttis- og félagsmála. Jafnréttismál Evrópusambandið Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Frakkland Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi verið viðstödd afhendinguna. Irida Women‘s Center samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin sem voru stofnuð árið 2016, þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands, bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól. Fram kemur að Vigdísarverðlaunin hafi verið stofnsett í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu og í aðdraganda leiðtogafundar ráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023. Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands standa að verðlaununum sem ætlað er að vekja athygli á einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem stuðlað hafa að valdeflingu kvenna með framúrskarandi hætti, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta. Nýju alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin hafa þegar hlotið athygli víða en þau verða veitt árlega í júní-lotu Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Alls bárust 123 tilnefningar til verðlaunanna frá öllum heimshlutum en þrír hlutu tilnefningu í byrjun maí. Auk Irida Women‘s Center fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu verðlaunagripinn Kviku eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur við hátíðlega athöfn í morgun. Listaverkið er úr gleri og með tilvísun í íslenska náttúru og tungu. „Það var mér mikill heiður að flytja ávarp við afhendingu fyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur. Ég fékk í ávarpi mínu tækifæri til þess að undirstrika framlag Vigdísar og áhrif hennar, jafnt innan íslensks samfélags sem utan, eins og greina mátti við fjölsótta athöfn í Strassborg í dag sem fólk hvaðanæva að sótti,“ er haft eftir Guðmundi Inga. „Á fundum sem ég átti jafnframt með fulltrúum Evrópuráðsins í dag kom fram að framganga Íslands á sviði jafnréttismála, og að því er varðar málefni hinsegin fólks, vekur enn verðskuldaða athygli og óskað er eftir frekari samstarfi við okkur á þeim sviðum.“ Guðmundur Ingi átti fundi með aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, forseta Evrópuráðsþingsins og sérfræðingum Evrópuráðsins á sviði jafnréttis- og félagsmála.
Jafnréttismál Evrópusambandið Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Frakkland Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira