Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2024 19:28 Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild. Vísir/Einar Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. Á þriðja tug manna voru handeknir í þágu rannsóknar máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru efnin falin inn í hliðum steypts eldhúspotts. Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af amfetamíni og kókaíni, sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi hópsins. Fullyrt er að brotin hafi staðið yfir í nokkur ár. Segja áttræðan karlmann einn af sakborningum Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, segir nokkra úr hópi sakborninga hafa komið við sögu lögreglu áður. Hópurinn samanstandi af konum og körlum á ýmsum aldri. Þetta er breiður hópur, það er bara þannig Lögregla vill að öðru leyti lítið gefa upp um málið fyrir utan það sem fram kom í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þeir sem sitji í gæsluvarðhaldi séu íslenskir karlmenn. DV greinir frá því að þau yngstu séu rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir utan einn karlmann sem er að verða áttræður. „Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika“, segir á vef Dv. Búast má við að ákæra verði gefin út á næstu dögum þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími rennur út næstkomandi þriðjudag. Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Á þriðja tug manna voru handeknir í þágu rannsóknar máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru efnin falin inn í hliðum steypts eldhúspotts. Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af amfetamíni og kókaíni, sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi hópsins. Fullyrt er að brotin hafi staðið yfir í nokkur ár. Segja áttræðan karlmann einn af sakborningum Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, segir nokkra úr hópi sakborninga hafa komið við sögu lögreglu áður. Hópurinn samanstandi af konum og körlum á ýmsum aldri. Þetta er breiður hópur, það er bara þannig Lögregla vill að öðru leyti lítið gefa upp um málið fyrir utan það sem fram kom í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þeir sem sitji í gæsluvarðhaldi séu íslenskir karlmenn. DV greinir frá því að þau yngstu séu rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir utan einn karlmann sem er að verða áttræður. „Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika“, segir á vef Dv. Búast má við að ákæra verði gefin út á næstu dögum þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími rennur út næstkomandi þriðjudag.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43