Sólheimajökulsmálið Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu í síðasta mánuði, fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa haldið manni kyrkingartaki í að minnsta kosti sjö mínútur. Innlent 13.1.2025 19:12 Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28.12.2024 07:15 Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahóps, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Innlent 3.12.2024 13:58 „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 31.10.2024 12:32 Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Kona sem sagði við lögregluna í upphafi apríl að hún hefði fengið fíkniefni frá Jóni Inga Sveinssyni, grunuðum höfuðpaur í Sólheimajökulsmálinu svokallaða, kannaðist ekki við það þegar hún bar vitni í dómsal í dag. Innlent 30.10.2024 13:33 „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. Innlent 30.10.2024 10:34 Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Innlent 29.10.2024 16:35 Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Innlent 29.10.2024 15:01 „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. Innlent 29.10.2024 13:01 „Það var annað hvort þetta eða vændi“ Mæðgur sem eru sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Móðirin, sem er á sjötugsaldri, er grunuð um að hafa haft umtalsvert magn fíkniefna á heimili sínu í Reykjavík. Dóttirin, sem er á fertugsaldri, er ákærð fyrir að hafa staðið í umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 28.10.2024 16:41 „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum. Innlent 28.10.2024 14:21 Falla tímabundið frá ákæru fyrir tilraun til manndráps Héraðssaksóknari féll í morgun tímabundið frá ákæru um tilraun til manndráps sem átti að vera tekin fyrir í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Ákæran er á hendur einum af hinum grunuðu sem var gefið að sök að taka mann kyrkingartaki í sjö mínútur. Meint tilraun til manndráps tengist málinu ekki að öðru leyti. Innlent 28.10.2024 10:51 „Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja með þetta. Ég allavega neita sök í þessu og hef ekki vitneskju um þessi fíkniefni,“ sagði Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiku fíkniefnamáli, í upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 28.10.2024 10:30 Þröng á þingi í umfangsmiklu fíkniefnamáli Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal. Innlent 28.10.2024 10:14 Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. Innlent 24.9.2024 15:14 Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Innlent 4.9.2024 07:03 Þvert nei á línuna kom saksóknara í opna skjöldu Allir sakborningar í stóru fíkniefnamáli þar sem kókaín var flutt í pottum sem farþegar höfðu með sér í skemmtiferðaskipi neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Það kom saksóknara og dómara í málinu í opna skjöldu að allir neituðu sök. Innlent 12.8.2024 15:43 Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. Innlent 12.8.2024 14:17 Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Innlent 2.8.2024 11:49 Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. Innlent 9.7.2024 17:04 Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. Innlent 25.6.2024 19:28 Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. Innlent 25.6.2024 11:57 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. Innlent 25.6.2024 10:43
Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu í síðasta mánuði, fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa haldið manni kyrkingartaki í að minnsta kosti sjö mínútur. Innlent 13.1.2025 19:12
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28.12.2024 07:15
Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahóps, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Innlent 3.12.2024 13:58
„Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 31.10.2024 12:32
Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Kona sem sagði við lögregluna í upphafi apríl að hún hefði fengið fíkniefni frá Jóni Inga Sveinssyni, grunuðum höfuðpaur í Sólheimajökulsmálinu svokallaða, kannaðist ekki við það þegar hún bar vitni í dómsal í dag. Innlent 30.10.2024 13:33
„Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. Innlent 30.10.2024 10:34
Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Innlent 29.10.2024 16:35
Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Innlent 29.10.2024 15:01
„Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. Innlent 29.10.2024 13:01
„Það var annað hvort þetta eða vændi“ Mæðgur sem eru sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Móðirin, sem er á sjötugsaldri, er grunuð um að hafa haft umtalsvert magn fíkniefna á heimili sínu í Reykjavík. Dóttirin, sem er á fertugsaldri, er ákærð fyrir að hafa staðið í umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 28.10.2024 16:41
„Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum. Innlent 28.10.2024 14:21
Falla tímabundið frá ákæru fyrir tilraun til manndráps Héraðssaksóknari féll í morgun tímabundið frá ákæru um tilraun til manndráps sem átti að vera tekin fyrir í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Ákæran er á hendur einum af hinum grunuðu sem var gefið að sök að taka mann kyrkingartaki í sjö mínútur. Meint tilraun til manndráps tengist málinu ekki að öðru leyti. Innlent 28.10.2024 10:51
„Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja með þetta. Ég allavega neita sök í þessu og hef ekki vitneskju um þessi fíkniefni,“ sagði Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiku fíkniefnamáli, í upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 28.10.2024 10:30
Þröng á þingi í umfangsmiklu fíkniefnamáli Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal. Innlent 28.10.2024 10:14
Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. Innlent 24.9.2024 15:14
Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Innlent 4.9.2024 07:03
Þvert nei á línuna kom saksóknara í opna skjöldu Allir sakborningar í stóru fíkniefnamáli þar sem kókaín var flutt í pottum sem farþegar höfðu með sér í skemmtiferðaskipi neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Það kom saksóknara og dómara í málinu í opna skjöldu að allir neituðu sök. Innlent 12.8.2024 15:43
Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. Innlent 12.8.2024 14:17
Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Innlent 2.8.2024 11:49
Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. Innlent 9.7.2024 17:04
Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. Innlent 25.6.2024 19:28
Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. Innlent 25.6.2024 11:57
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. Innlent 25.6.2024 10:43
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent