100 ára afmæli lýðveldisins Íslands Margrét Tryggvadóttir skrifar 26. júní 2024 07:00 Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnland Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar