Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2024 12:24 Ný forysta Sjálfstæðisflokksins leit björtum augum til framtíðar að loknu kjöri á landsfundi flokksins 2022. Flokkurinn hefur hins vegar aldrei mælst með minna fylgi en nú, rétt um tveimur mánuðum eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í nýrri könnun Maskínu. Þingflokksformaður Miðflokksins þakkar staðfestu flokksins í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum að hann hefur fest sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn líði fyrir að hafa verið í vinstristjórn í sjö ár. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn standa hugmyndafræðilega næst Miðflokknum.Vísir/Vilhelm Könnun Maskínu var gerð dagana 31. maí til 20. júní og tóku 1.846 svarenda afstöðu til einstakra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,8 átta prósentustigum frá könnun Maskínu í maí og mælist nú með 14,7 prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá Maskínu. „Það eru örugglega ekki góð skilaboð hjá Sjálfstæðisflokknum að þau fyrstu séu að setja á stofn nýja ríkisstofnun utan um mannréttindaáherslur Vinstri grænna. Ég get alveg ímyndað mér að það trufli hluta af kjarnafylgjendum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að vera í vinstristjórn í sjö ár. Þótt flokkurinn sé núna tekinn við forystu í þessari sömu stjórn þá hafa vinstriáherslur verið ríkjandi og það getur ekki annað en baklandið lúið,” segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl.Vísir/Vilhelm Hann þakkar hins vegar áherslum sem Miðflokkurinn hafi lengi talað fyrir í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum stöðuga fylgisaukningu Miðflokksins frá kosningum. Þau mál væru nú öll í deiglunni. Samfylkingin hefur mælst með 27 prósenta fylgi hjá Maskínu í apríl, maí og nú í júní. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli kannana Maskínu nú og í maí. Framsóknarflokkurinn er fastur í tíu prósentum og Vinstri græn í fimm. Viðreisn bætir við sig einu prósentustigi, fer úr níu prósentum í tíu, Píratar fara úr átta í níu en Flokkur fólksins missir eitt prósentustig og fer úr sex í fimm milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn kemst hins vegar yfir fimm prósenta þröskuldinn, bætir við sig tveimur prósentustigum milli kannanna, og mælist nú með sex prósent. Það er ekki laust við að Bergþór hafi vissa samúð með Sjálfstæðisflokknum vegna fylgistaps hans. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar landsfund flokksins 2022.Vísir/Vilhelm „Ég efast nú um að staðan sé svona slæm. Vonandi verður þetta flokknum hvatning til að fara nær því sem landsfundur hefur ályktað í gegnum tíðina og svona kannski stefna flokksins er grunduð á,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn geti unnið með flestum flokkum á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. „En svona hugmyndafræðilega ætti Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað að vera góður valkostur til samstarfs. Það er auðvitað allt opið í þeim efnum og að endingu eins og vanalega eftir kosningar gerast menn pragmatískir og vinna úr þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Bergþór Ólason. Hins vegar myndi ekki duga til að Miðflokkurinn tæki við af Vinstri grænum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við myndun hægristjórnar samkvæmt könnun Maskínu. Samfylkingin gæti hins vegar að öllum líkindum leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og myndað miðjustjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn standa hugmyndafræðilega næst Miðflokknum.Vísir/Vilhelm Könnun Maskínu var gerð dagana 31. maí til 20. júní og tóku 1.846 svarenda afstöðu til einstakra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,8 átta prósentustigum frá könnun Maskínu í maí og mælist nú með 14,7 prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá Maskínu. „Það eru örugglega ekki góð skilaboð hjá Sjálfstæðisflokknum að þau fyrstu séu að setja á stofn nýja ríkisstofnun utan um mannréttindaáherslur Vinstri grænna. Ég get alveg ímyndað mér að það trufli hluta af kjarnafylgjendum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að vera í vinstristjórn í sjö ár. Þótt flokkurinn sé núna tekinn við forystu í þessari sömu stjórn þá hafa vinstriáherslur verið ríkjandi og það getur ekki annað en baklandið lúið,” segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl.Vísir/Vilhelm Hann þakkar hins vegar áherslum sem Miðflokkurinn hafi lengi talað fyrir í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum stöðuga fylgisaukningu Miðflokksins frá kosningum. Þau mál væru nú öll í deiglunni. Samfylkingin hefur mælst með 27 prósenta fylgi hjá Maskínu í apríl, maí og nú í júní. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli kannana Maskínu nú og í maí. Framsóknarflokkurinn er fastur í tíu prósentum og Vinstri græn í fimm. Viðreisn bætir við sig einu prósentustigi, fer úr níu prósentum í tíu, Píratar fara úr átta í níu en Flokkur fólksins missir eitt prósentustig og fer úr sex í fimm milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn kemst hins vegar yfir fimm prósenta þröskuldinn, bætir við sig tveimur prósentustigum milli kannanna, og mælist nú með sex prósent. Það er ekki laust við að Bergþór hafi vissa samúð með Sjálfstæðisflokknum vegna fylgistaps hans. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar landsfund flokksins 2022.Vísir/Vilhelm „Ég efast nú um að staðan sé svona slæm. Vonandi verður þetta flokknum hvatning til að fara nær því sem landsfundur hefur ályktað í gegnum tíðina og svona kannski stefna flokksins er grunduð á,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn geti unnið með flestum flokkum á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. „En svona hugmyndafræðilega ætti Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað að vera góður valkostur til samstarfs. Það er auðvitað allt opið í þeim efnum og að endingu eins og vanalega eftir kosningar gerast menn pragmatískir og vinna úr þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Bergþór Ólason. Hins vegar myndi ekki duga til að Miðflokkurinn tæki við af Vinstri grænum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við myndun hægristjórnar samkvæmt könnun Maskínu. Samfylkingin gæti hins vegar að öllum líkindum leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og myndað miðjustjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21
Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39
Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56