Opið bréf til Ásmundar Einars barnamálaráðherra Brynjar Bragi Einarsson skrifar 26. júní 2024 15:30 Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar