Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:51 Maðurinn fannst látinn i íbúð í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
„Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13