Innlent

Þétting byggðar í út­hverfum sé já­­kvæð borgar­­þróun

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Dóra Björt tók til máls á blaðamannafundi borgarstjórnar í dag.
Dóra Björt tók til máls á blaðamannafundi borgarstjórnar í dag. Vísir

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að.

Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Hann segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húsnæðisuppbyggingu.

Dóra Björt segir að málið snúist um jákvæða borgarþróun. „Þetta snýst um að nýta innviði og að byggja á litlum og krúttlegum reitum innan hverfisins á forsendum íbúa, á forsendum hverfisins, til að styðja meðal annars við nærþjónustu,“ segir Dóra.

Uppbyggingin verði á forsendum hverfisins

Rík áhersla verði á það að uppbyggingin sé á forsendum ásýndar hverfisins og umhverfisins. „Þannig að þetta séu eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem að setjast við kvöldverðarborðið í lausu sætin, þannig þetta sé allt í góðum samhljómi við hverfið, á forsendum hverfisins, fyrir borgarbúa og á forsendum þeirra,“ segir Dóra.

Uppbyggingin muni skapa mikil og góð lífsgæði fyrir þá sem fyrir eru, en áformin mæti líka þeim húsnæðisskorti sem borgin standi frammi fyrir.

Dóra segir að stutt verði við nærþjónustu, stutt verði við grænusvæðin, og áformin séu frábært borgarþróunarverkefni.

„Ég er stoltur formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í dag,“ sagði Dóra Björt að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×