Innlent

Ræðu­stóll og hús­gögn á bak og burt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hér verða engar ræður fluttar næstu vikurnar. 
Hér verða engar ræður fluttar næstu vikurnar.  Facebook/Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Framkvæmdir standa nú yfir í þingsalnum á Alþingi. Borð, stólar og ponta eru á bak og burt og tómlegt er um að litast í salnum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er verið að undirbúa þingsalinn fyrir innsetningu Höllu Tómasdóttur nýkjörins forseta Íslands. Innsetningin fer venju samkvæmt fram þann 1. ágúst. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar deilir myndum af framkvæmdunum á Facebook síðu sína. 

„Þingstörfum lokið í bili og maður rétt bregður sér af bæ. Þá er færi til að standsetja salinn og gera kláran fyrir haustið. Og ekki síst færi til gera salinn fínan fyrir móttöku nýs forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur,“ skrifar Þorbjörg við færsluna.

Stólarnir eru geymdir annars staðar meðan viðhaldsvinnan fer fram. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×