Thompson-Herah meiddist á hásin á móti í New York fyrr í mánuðinum og nú er ljóst að hún keppir ekki á Ólympíuleikunum sem hefjast í París 26. júlí.
„Það er langur vegur framundan en ég er tilbúin að byrja aftur og halda áfram að vinna, ná fullum styrk og halda áfram að keppa,“ skrifaði Thompson-Herah á Instagram.
„Ég er sár og miður mín að missa af Ólympíuleikunum í ár en þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta íþróttir og heilsan er í fyrsta sæti.“
Hin 31 árs Thompson-Herah varð Ólympíumeistari í hundrað og tvö hundruð metra hlaupi á leikunum í Ríó 2016. Hún varði svo báða titlana í Tókýó fimm árum síðar. Thompson-Herah vann einnig gull í 4x100 metra boðhlaupi í Tókýó.
Thompson-Herah ætlaði bara að keppa í hundrað metra hlaupi í París en sleppa tvö hundruð metrunum.