Fótbolti

Dælir peningum í lands­liðs­menn eftir sigurinn sögu­lega

Aron Guðmundsson skrifar
Khvicha Kvaratskhelia er skærasta stjarna georgíska landsliðsins
Khvicha Kvaratskhelia er skærasta stjarna georgíska landsliðsins Vísir/Getty

Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

Tveggja marka sigur Georgíu á Portúgal í gærkvöldi í lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi var fyrsti sigur georgíska landsliðsins á stórmóti en yfirstandandi stórmót í fótbolta er einmitt það fyrsta sem Georgía er þátttakandi á. 

Sigurinn sá til þess að Georgía tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins þar sem að liðið mun mæta sterku liði Spánar.

Fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu, Ivanishvili, sem er einnig stofnandi flokksins Georgíski draumurinn, lét hafa það eftir sér að hann myndi láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna til karlalandsliðsins eftir sigurinn sögulega. 

Enn fremur hefur hann heitið því að gera slíkt hið sama aftur nái Georgía fram sigri í viðureign sinni gegn Spánverjum í 16 liða úrslitum í Köln á sunnudaginn kemur. 

Auðæfi Ivanishvili eru mikil en hann hefur ekki slegið í gegn hjá öllum leikmönnum georgíska landsliðsins. Nokkrir þeirra létu hafa það lýstu yfir óánægju sinni með stefnu Georgíska draumsins fyrr á árinu 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×