Íslenski boltinn

„Það leggst ekkert á mig að þurfa að byrja á bekknum“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Helgi Guðjónsson kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk gegn Stjörnunni í kvöld. 
Helgi Guðjónsson kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk gegn Stjörnunni í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

„Gott að komast aftur á sigurbraut eftir tvö jafntefli,“ sagði Helgi Guðjónsson eftir 4-0 stórsigur Víkings gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Hann átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði tvö mörk.

Víkingur gerði einmitt jafntefli í síðustu tveimur leikjum, 2-2 gegn Val og síðast 1-1 gegn KR. Helgi brosti út í annað þegar Gunnlaugur Jónsson spurði hvort krísuástand hafi ríkt í Víkinni eftir á.

„Ekki kannski beint krísa að gera jafntefli úti á móti Val og heima á móti KR en Víkingur er komið á þann stað að þetta er nálægt því að flokkast sem krísa hjá okkur, en við tökum því ekkert þannig. Komum bara klárari í þennan leik og ætluðum okkur sigur í dag til að rétta úr kútnum almennilega.“

Helgi byrjaði leikinn á bekknum en hafði mikil áhrif þegar hann kom inn eins og svo oft áður. Skoraði mark í sínum fyrstu snertingum og bætti svo öðru við með glæsilegri afgreiðslu.

„Vel og ekki vel sko. Ég kem ferskur inn á móti aðeins þreyttari mönnum heldur en byrja leikinn. Það leggst ekkert á mig að þurfa að byrja á bekknum, ég reyni að nýta það eins og ég get, koma inn af krafti. Fæ yfirleitt færi í hverjum leik þannig það er bara mitt að ná að setja mark á það.“

Helgi hefur öðlast orðspor sem ofurmaður af bekknum (e. supersub) í deildinni.

„Það er bara fyndið, skemmtilegt umtal og bara gaman að því. Treysti honum [þjálfaranum] fullkomnlega fyrir því, hvort sem ég byrja eða ekki er ég alltaf klár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×