Dýrara að taka strætó til Hornafjarðar en að fljúga til Parísar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 09:11 Langferðir með strætó geta kostað alveg ótrúlegar upphæðir. Vísir/Samsett Að komast til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík í strætó kostar tæpar sautján þúsund krónur en það er í mörgum tilfellum dýrara en að fljúga erlendis, stundum yfir langar vegalengdir. Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar. Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar.
Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira