Íslensku stelpurnar spila um sjöunda sætið eftir tap í spennuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2024 17:36 Lilja Ágústsdóttir skoraði tólf mörk í leiknum í dag. Vísir/Anton Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp þótt á móti blési á móti sterku liði Svía á HM í dag en urðu að lokum að sætta sig við tap eftir æsispennandi leik. Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki. Handbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Íslenska tuttugu ára landsliðs kvenna í handbolta tapaði sínum þriðja leik í röð á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu og það því ljóst að þær spila um sjöunda sætinu á mótinu. Svíar unnu leikinn með tveimur mörkum, 33-31 og spila því um fimmta sætið. Lilja Ágústsdóttir fór áfram á kostum og skoraði tólf mörk úr tólfskotum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín voru allar með þrjú mörk hver. Íslenska liðið spilaði þennan mikilvægan leik á móti Svíum innan við sólarhring eftir rosalegan framlengdan leik á móti Ungverjalandi í átta liða úrslitunum. Liðið sýndi enn á ný karakter með að gefast ekki upp þótt liðið lenti undir. Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 5-3, en Svíarnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Þær náðu þriggja marka forskoti og voru mest fjórum mörkum yfir í hálfleiknum. Íslenska liðið minnkaði muninn aftur og í hálfleik munaði tveimur mörkum, Svíar voru 17-15 yfir. Lilja Ágústsdóttir var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Íslensku stelpurnar komu mjög grimmar inn í seinni hálfleikinn og voru komnar yfir í 23-22 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þær komust seinna tveimur mörkum yfir en Svíar svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur frumkvæðinu. Íslenska liðið var þó aldrei langt undan og hélt sér inn í leiknum. Svíar voru einu marki yfir á lokamínútunni en með boltann. Þær nýttu síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið vann fjóra fyrstu leiki sína á mótinu og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitunum. Síðan þá hefur íslenska liðið tapað þremur leikjum í röð á móti Portúgal, Ungverjalandi og nú Svíþjóð. Ekki beint endirinn á mótinu sem vonast var eftir en stelpurnar eru engu að síður meðal þeirra átta bestu í heimi í sínum aldursflokki.
Handbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira