Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 18:47 Andrea var fyrir utan íbúð sína í dag þegar innbrotsþjófur læddist inn bakdyrameginn. Andrea Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira