Mossack og Fonseca heitinn sýknaðir Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 09:19 Jurgen Mossack getur enn um frjálst höfuð strokið. Það getur félagi hans Ramon Fonseca hins vegar ekki gert, hann er dáinn. EPA/ALEJANDRO BOLIVAR Allir 28 sakborningar í peningaþvættismáli sem tengist Panamaskjölunum hafa verið sýknaðir. Þeirra á meðal eru þeir Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannstofunnar alræmdu Mossack Fonseca. Fonseca lést í maí síðastliðnum. Réttarhöld hófust í málinu fyrir dómi í Panama í apríl síðastliðnum, átta árum eftir að um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Skjölin voru upprunin á lögmannstofu þeirra Mossacks og Fonseca. Málið olli talsverðum usla víða um heim, allra síst hér á landi. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum, sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða. Neitaði sök fram í rauðan dauðann Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að þeir Mossack og Fonseca hafi neitað sök í málinu. Þeim hafi verið gefið að sök að hafa, ásamt 26 fulltrúum, lögmönnum og starfsmönnum lögmannsstofunnar, stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og skekið þarlend stjórnmál um árabil. Ákæruvaldið í Panama fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir sakborningunum. Fonseca hélt því staðfastlega fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar hennar notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossack voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Fonseca entist ekki aldur til þess að verða sýknaður en hann lést á sjúkrahúsi í Panama í maí síðastliðnum. Sönnunargagna ekki aflað með réttum hætti Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að dómari í réttarhöldunum, sem hafi tekið 85 klukkustundir í það heila, hafi metið það svo að sönnunargagna í málinu hafi ekki verið aflað í samræmi við panamísk réttarfarslög. Því voru allir sakborningar málsins sýknaðir. Panama-skjölin Panama Skattar og tollar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Réttarhöld hófust í málinu fyrir dómi í Panama í apríl síðastliðnum, átta árum eftir að um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Skjölin voru upprunin á lögmannstofu þeirra Mossacks og Fonseca. Málið olli talsverðum usla víða um heim, allra síst hér á landi. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum, sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða. Neitaði sök fram í rauðan dauðann Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að þeir Mossack og Fonseca hafi neitað sök í málinu. Þeim hafi verið gefið að sök að hafa, ásamt 26 fulltrúum, lögmönnum og starfsmönnum lögmannsstofunnar, stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og skekið þarlend stjórnmál um árabil. Ákæruvaldið í Panama fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir sakborningunum. Fonseca hélt því staðfastlega fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar hennar notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossack voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Fonseca entist ekki aldur til þess að verða sýknaður en hann lést á sjúkrahúsi í Panama í maí síðastliðnum. Sönnunargagna ekki aflað með réttum hætti Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að dómari í réttarhöldunum, sem hafi tekið 85 klukkustundir í það heila, hafi metið það svo að sönnunargagna í málinu hafi ekki verið aflað í samræmi við panamísk réttarfarslög. Því voru allir sakborningar málsins sýknaðir.
Panama-skjölin Panama Skattar og tollar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira