Opna baðstað í Kerlingarfjöllum um helgina Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 10:38 Útsýnið úr þessum heita potti er betra en gengur og gerist. Bláa lónið Um helgina verður fyrstu gestunum hleypt ofan í nýjan baðstað í Kerlingarfjöllum. Í böðunum eru meðal annars heitar setlaugar, kaldur pottur og glæsileg sauna með útsýni yfir fjallgarðinn. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu, sem á og rekur ferðamannastaðinn Highland base í Kerlingarfjöllum segir að um sé að ræða einstakan baðstað við fjölbreytta gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaði síðasta sumar á hálendi Íslands. Böðin séu opin öllum gestum Kerlingarfjalla og þannig tilvalinn áfangastaður eftir útivist á hálendinu. Í upphafi síðasta sumars hafi endurbætt gisti- og veitingaaðstaða verið opnuð í Kerlingarfjöllum. Þar sé nú boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika, nýtt tjaldsvæði og svefnpokapláss í gömlu skálunum, sem gjarnan eru kallaðir Nípur. Leiðin að Kerlingarfjöllum liggi um hinn sögufræga Kjalveg, sem sé fullfær fólksbílum á sumrin og Kerlingarfjöll því tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa hálendi Íslands. Sætaferðir séu í boði alla daga yfir sumartímann. Hæstánægður með fyrsta árið Magnús Orri Marínarson Schram er forstöðumaður viðskiptaþróunar nýrra áfangastaða hjá Bláa Lóninu hf. en fyrirtækið stendur fyrir uppbyggingu og rekstri gistiaðstöðunnar og Hálendisbaðanna í Kerlingarfjöllum. í tilkynningu segir að hann sé afar ánægður með vel heppnað fyrsta rekstrarár og fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum. „Fyrsta árið okkar gekk vonum framar. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir aðgengilegri gistingu á hálendi Íslands og einstaklega ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf. Með opnun Hálendisbaðanna hafa gestir nú enn fleiri ástæður til þess að sækja svæðið heim og njóta þeirrar fegurðar sem umlykur allt“ Sveitarstjórinn sáttur Þá er haft eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, að hún sé afar ánægð með uppbyggingu innviða á svæðinu, enda sé aukið og einfaldara aðgengi afar mikilvægt samfélaginu öllu. „Alla tíð hafa Kerlingarfjöll verið segull bæði heimamanna og erlendra og innlendra gesta. Með uppbyggingunni sem nú hefur átt sér stað í Kerlingarfjöllum er enn fleirum en áður gert kleift að dvelja í fjöllunum. Afar ánægjulegt hefur verið að sjá hversu vel framkvæmdirnar falla að því stórbrotna umhverfi sem þarna er. Hér í Hrunamannahreppi brenna heimamenn fyrir afréttinum og ekki síst fjöllunum fögru. Framkvæmdir eins og þær sem nú eru orðnar að veruleika í Kerlingarfjöllum styrkja bæði ferðaþjónustu og uppbyggingu samfélagsins sem hér hefur byggst upp á hálendisbrúninni.“ Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Sundlaugar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu, sem á og rekur ferðamannastaðinn Highland base í Kerlingarfjöllum segir að um sé að ræða einstakan baðstað við fjölbreytta gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaði síðasta sumar á hálendi Íslands. Böðin séu opin öllum gestum Kerlingarfjalla og þannig tilvalinn áfangastaður eftir útivist á hálendinu. Í upphafi síðasta sumars hafi endurbætt gisti- og veitingaaðstaða verið opnuð í Kerlingarfjöllum. Þar sé nú boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika, nýtt tjaldsvæði og svefnpokapláss í gömlu skálunum, sem gjarnan eru kallaðir Nípur. Leiðin að Kerlingarfjöllum liggi um hinn sögufræga Kjalveg, sem sé fullfær fólksbílum á sumrin og Kerlingarfjöll því tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa hálendi Íslands. Sætaferðir séu í boði alla daga yfir sumartímann. Hæstánægður með fyrsta árið Magnús Orri Marínarson Schram er forstöðumaður viðskiptaþróunar nýrra áfangastaða hjá Bláa Lóninu hf. en fyrirtækið stendur fyrir uppbyggingu og rekstri gistiaðstöðunnar og Hálendisbaðanna í Kerlingarfjöllum. í tilkynningu segir að hann sé afar ánægður með vel heppnað fyrsta rekstrarár og fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum. „Fyrsta árið okkar gekk vonum framar. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir aðgengilegri gistingu á hálendi Íslands og einstaklega ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf. Með opnun Hálendisbaðanna hafa gestir nú enn fleiri ástæður til þess að sækja svæðið heim og njóta þeirrar fegurðar sem umlykur allt“ Sveitarstjórinn sáttur Þá er haft eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, að hún sé afar ánægð með uppbyggingu innviða á svæðinu, enda sé aukið og einfaldara aðgengi afar mikilvægt samfélaginu öllu. „Alla tíð hafa Kerlingarfjöll verið segull bæði heimamanna og erlendra og innlendra gesta. Með uppbyggingunni sem nú hefur átt sér stað í Kerlingarfjöllum er enn fleirum en áður gert kleift að dvelja í fjöllunum. Afar ánægjulegt hefur verið að sjá hversu vel framkvæmdirnar falla að því stórbrotna umhverfi sem þarna er. Hér í Hrunamannahreppi brenna heimamenn fyrir afréttinum og ekki síst fjöllunum fögru. Framkvæmdir eins og þær sem nú eru orðnar að veruleika í Kerlingarfjöllum styrkja bæði ferðaþjónustu og uppbyggingu samfélagsins sem hér hefur byggst upp á hálendisbrúninni.“
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Sundlaugar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Sjá meira