Opna baðstað í Kerlingarfjöllum um helgina Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 10:38 Útsýnið úr þessum heita potti er betra en gengur og gerist. Bláa lónið Um helgina verður fyrstu gestunum hleypt ofan í nýjan baðstað í Kerlingarfjöllum. Í böðunum eru meðal annars heitar setlaugar, kaldur pottur og glæsileg sauna með útsýni yfir fjallgarðinn. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu, sem á og rekur ferðamannastaðinn Highland base í Kerlingarfjöllum segir að um sé að ræða einstakan baðstað við fjölbreytta gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaði síðasta sumar á hálendi Íslands. Böðin séu opin öllum gestum Kerlingarfjalla og þannig tilvalinn áfangastaður eftir útivist á hálendinu. Í upphafi síðasta sumars hafi endurbætt gisti- og veitingaaðstaða verið opnuð í Kerlingarfjöllum. Þar sé nú boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika, nýtt tjaldsvæði og svefnpokapláss í gömlu skálunum, sem gjarnan eru kallaðir Nípur. Leiðin að Kerlingarfjöllum liggi um hinn sögufræga Kjalveg, sem sé fullfær fólksbílum á sumrin og Kerlingarfjöll því tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa hálendi Íslands. Sætaferðir séu í boði alla daga yfir sumartímann. Hæstánægður með fyrsta árið Magnús Orri Marínarson Schram er forstöðumaður viðskiptaþróunar nýrra áfangastaða hjá Bláa Lóninu hf. en fyrirtækið stendur fyrir uppbyggingu og rekstri gistiaðstöðunnar og Hálendisbaðanna í Kerlingarfjöllum. í tilkynningu segir að hann sé afar ánægður með vel heppnað fyrsta rekstrarár og fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum. „Fyrsta árið okkar gekk vonum framar. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir aðgengilegri gistingu á hálendi Íslands og einstaklega ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf. Með opnun Hálendisbaðanna hafa gestir nú enn fleiri ástæður til þess að sækja svæðið heim og njóta þeirrar fegurðar sem umlykur allt“ Sveitarstjórinn sáttur Þá er haft eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, að hún sé afar ánægð með uppbyggingu innviða á svæðinu, enda sé aukið og einfaldara aðgengi afar mikilvægt samfélaginu öllu. „Alla tíð hafa Kerlingarfjöll verið segull bæði heimamanna og erlendra og innlendra gesta. Með uppbyggingunni sem nú hefur átt sér stað í Kerlingarfjöllum er enn fleirum en áður gert kleift að dvelja í fjöllunum. Afar ánægjulegt hefur verið að sjá hversu vel framkvæmdirnar falla að því stórbrotna umhverfi sem þarna er. Hér í Hrunamannahreppi brenna heimamenn fyrir afréttinum og ekki síst fjöllunum fögru. Framkvæmdir eins og þær sem nú eru orðnar að veruleika í Kerlingarfjöllum styrkja bæði ferðaþjónustu og uppbyggingu samfélagsins sem hér hefur byggst upp á hálendisbrúninni.“ Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Sundlaugar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu, sem á og rekur ferðamannastaðinn Highland base í Kerlingarfjöllum segir að um sé að ræða einstakan baðstað við fjölbreytta gisti- og veitingaaðstöðu sem opnaði síðasta sumar á hálendi Íslands. Böðin séu opin öllum gestum Kerlingarfjalla og þannig tilvalinn áfangastaður eftir útivist á hálendinu. Í upphafi síðasta sumars hafi endurbætt gisti- og veitingaaðstaða verið opnuð í Kerlingarfjöllum. Þar sé nú boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika, nýtt tjaldsvæði og svefnpokapláss í gömlu skálunum, sem gjarnan eru kallaðir Nípur. Leiðin að Kerlingarfjöllum liggi um hinn sögufræga Kjalveg, sem sé fullfær fólksbílum á sumrin og Kerlingarfjöll því tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa hálendi Íslands. Sætaferðir séu í boði alla daga yfir sumartímann. Hæstánægður með fyrsta árið Magnús Orri Marínarson Schram er forstöðumaður viðskiptaþróunar nýrra áfangastaða hjá Bláa Lóninu hf. en fyrirtækið stendur fyrir uppbyggingu og rekstri gistiaðstöðunnar og Hálendisbaðanna í Kerlingarfjöllum. í tilkynningu segir að hann sé afar ánægður með vel heppnað fyrsta rekstrarár og fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum. „Fyrsta árið okkar gekk vonum framar. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir aðgengilegri gistingu á hálendi Íslands og einstaklega ánægjulegt að geta svarað þeirri þörf. Með opnun Hálendisbaðanna hafa gestir nú enn fleiri ástæður til þess að sækja svæðið heim og njóta þeirrar fegurðar sem umlykur allt“ Sveitarstjórinn sáttur Þá er haft eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, að hún sé afar ánægð með uppbyggingu innviða á svæðinu, enda sé aukið og einfaldara aðgengi afar mikilvægt samfélaginu öllu. „Alla tíð hafa Kerlingarfjöll verið segull bæði heimamanna og erlendra og innlendra gesta. Með uppbyggingunni sem nú hefur átt sér stað í Kerlingarfjöllum er enn fleirum en áður gert kleift að dvelja í fjöllunum. Afar ánægjulegt hefur verið að sjá hversu vel framkvæmdirnar falla að því stórbrotna umhverfi sem þarna er. Hér í Hrunamannahreppi brenna heimamenn fyrir afréttinum og ekki síst fjöllunum fögru. Framkvæmdir eins og þær sem nú eru orðnar að veruleika í Kerlingarfjöllum styrkja bæði ferðaþjónustu og uppbyggingu samfélagsins sem hér hefur byggst upp á hálendisbrúninni.“
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Sundlaugar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira