Úr samkeppni í einokun? Sigríður Margrét Oddsdóttir og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir skrifa 29. júní 2024 14:31 Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Anna Hrefna Ingimundardóttir Samkeppnismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun